Innlent

Katrín og Árni Páll nýir ráðherrar Samfylkingarinnar

Katrín Júlíusdóttir tekur við sem iðnaðarráðherra í dag.
Katrín Júlíusdóttir tekur við sem iðnaðarráðherra í dag.
Þingmennirnir Katrín Júlíusdóttir og Árna Páll Árnason verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir lætur af störfum sem félagsmálaráðherra. Flokksstjórn Samfylkingarinnar samþykkti þetta á fundi sínum í dag.

Þar var jafnfram upplýst að utanþingsráðherrarnir Ragna Árnadóttir og Gylfi Magnússon munu áfram gegna ráðherrastöðum.

Ekki liggur fyrir hverja verða fulltrúar Vinstri grænna í ríkisstjórninni.

Katrín verður iðnaðarráðherra, Árni Páll tekur við af Ástu sem félagsmálaráðherra.

Jóhanna Sigurðardóttir verður áfram forsætisráðherra, Össur Skarphéðinsson verður áfram í utanríkisráðuneytinu og Kristján Möller mun stýra samgönguráðuneytinu.

Þá kom fram á flokksstjórnarfundinum að tillaga verður gerð um að Ásta Ragnheiður taki við sem forseti Alþingis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×