Innlent

Kostnaðurinn þykir of mikill

Forysta Framsóknarflokksins. Stjórnlagaþing er eitt skilyrða fyrir stuðningi við ríkisstjórnina.fréttablaðið/stefán
Forysta Framsóknarflokksins. Stjórnlagaþing er eitt skilyrða fyrir stuðningi við ríkisstjórnina.fréttablaðið/stefán

Frumvarp þingflokks framsóknarmanna um stjórnlagaþing nýtur ekki stuðnings þingflokka ríkisstjórnarflokkanna. Ríkisstjórnin mun leggja fram eigið frumvarp um málið og hefur skipað starfshóp til undirbúnings.

Skipan stjórnlagaþings var ein af meginforsendum þess að Framsóknarflokkurinn veitti ríkisstjórninni stuðning sinn. Segir í verkefnaskrá hennar að lög verði sett um skipan og verkefni slíks þings.

Stjórnlagaþingi er ætlað að gera breytingar á stjórnarskránni eða, eftir atvikum, semja nýja.

Fáum dögum eftir að ríkisstjórnin tók við völdum lagði Framsóknarflokkurinn fram ítarlegt frumvarp með langri greinargerð um stjórnlagaþing. Það var ekki unnið í samráði við stjórnarflokkana. Í því er gert ráð fyrir að 63 sitji þingið sem starfi í allt að átta mánuði. Reiknað hefur verið út að kostnaður við þinghaldið, samkvæmt frumvarpi Framsóknar, kunni að verða yfir 200 milljónir króna.

Það er ekki síst sá mikli kostnaður sem fælir stjórnarþingmenn frá stuðningi við frumvarpið. Samkvæmt heimildum telja þeir of mikið í lagt. - bþs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×