Hof Lilju Pálma í Skagafirði tilnefnt til virtra verðlauna Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar 13. febrúar 2009 06:30 Hof vekur athygli. Það eru ekki síður ferðamenn en arkitektarmafían sem hefur áhuga á húsinu í Skagafirði. „Ertu að grínast? En skemmtilegt!“ segir Lilja Pálmadóttir, ábúandi á Hofi í Skagafirði. Hús hennar og eiginmannsins, Baltasars Kormáks, hefur verið tilnefnt til Mies van der Rohe-verðlaunanna í ár. Lilja vissi ekki af tilnefningunni þegar blaðamaður hringdi í hana en þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Hof hlýtur tilnefningar eða verðlaun á alþjóðagrundu arkitektúrs. Verðlaunin eru nefnd eftir hinum heimsfræga arkitekt Mies van der Rohe, sem talinn er einn af frumkvöðlum nútímaarkitektúrs og er þekktastur fyrir stíl sem kenndur er við „minna er meira“ og kenningar Gustaves Flaubert um að guð búi í smáatriðunum.Lilja Pálmadóttir.„Þegar lögð er svona mikil hugsun og alúð í einhverja hönnun þá er þetta kannski bara rökrétt afleiðing af því. Það var hins vegar aldrei lagt upp með að vera að gera einhver verðlaunahús heldur var hugsunin sú að ég vildi byggja gott hús sem fullnægði þörfum fjölskyldunnar og væri í sambandi við náttúruna í kringum sig,“ segir Lilja en húsið var teiknað og unnið af Studio Granda í samráði við Lilju. „En svo vönduðum við okkur auðvitað alveg rosalega og það var ekkert verið að tjalda til eins vetrar þarna. Við gáfum okkur góðan tíma í að þaulhugsa þetta allt þar til allir voru orðnir sáttir, bæði arkitektinn og ég.“ Hönnun og hugmyndavinna hússins tók tvö ár og svo var það tvö ár í smíði en fjölskyldan flutti inn í það árið 2006. Sérstök hús á Íslandi vekja oft athygli ferðamanna og Lilja segir að nokkuð sé um ásókn fólks að koma nær og skoða. „Við græðum á því að húsið er þarna norður í Skagafirði, þannig að það er smá hindrun í því en jú, það er svolítil umferð af fólki.“ 340 hús víðs vegar um Evrópu eru tilnefnd til verðlaunanna en síðar í vor verður tilkynnt um hvaða hús komast í lokagrúppuna. Lilja segir að húsið eigi sannarlega skilið að komast alla leið. „Arkitekt þess, Steve Christer, hjá Studio Granda, er súperarkitekt.“ Studio Granda hefur áður fengið tilnefningar til verðlaunanna en Steve Christer, eigandi stofunnar og aðalhönnuður hússins, segir að húsið hafi vakið mikla athygli víðs vegar að úr heiminum. „Ég er nú hálfhissa, verð ég að segja, á þessum miklu viðbrögðum við Hofi því við höfum síður en svo flaggað því og svo er það ágætlega falið fyrir norðan. Hins vegar virðist heimasíðan okkar vera vel vöktuð af spekúlöntum og þar hafa þeir fundið húsið.“ Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Fleiri fréttir Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Sjá meira
„Ertu að grínast? En skemmtilegt!“ segir Lilja Pálmadóttir, ábúandi á Hofi í Skagafirði. Hús hennar og eiginmannsins, Baltasars Kormáks, hefur verið tilnefnt til Mies van der Rohe-verðlaunanna í ár. Lilja vissi ekki af tilnefningunni þegar blaðamaður hringdi í hana en þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Hof hlýtur tilnefningar eða verðlaun á alþjóðagrundu arkitektúrs. Verðlaunin eru nefnd eftir hinum heimsfræga arkitekt Mies van der Rohe, sem talinn er einn af frumkvöðlum nútímaarkitektúrs og er þekktastur fyrir stíl sem kenndur er við „minna er meira“ og kenningar Gustaves Flaubert um að guð búi í smáatriðunum.Lilja Pálmadóttir.„Þegar lögð er svona mikil hugsun og alúð í einhverja hönnun þá er þetta kannski bara rökrétt afleiðing af því. Það var hins vegar aldrei lagt upp með að vera að gera einhver verðlaunahús heldur var hugsunin sú að ég vildi byggja gott hús sem fullnægði þörfum fjölskyldunnar og væri í sambandi við náttúruna í kringum sig,“ segir Lilja en húsið var teiknað og unnið af Studio Granda í samráði við Lilju. „En svo vönduðum við okkur auðvitað alveg rosalega og það var ekkert verið að tjalda til eins vetrar þarna. Við gáfum okkur góðan tíma í að þaulhugsa þetta allt þar til allir voru orðnir sáttir, bæði arkitektinn og ég.“ Hönnun og hugmyndavinna hússins tók tvö ár og svo var það tvö ár í smíði en fjölskyldan flutti inn í það árið 2006. Sérstök hús á Íslandi vekja oft athygli ferðamanna og Lilja segir að nokkuð sé um ásókn fólks að koma nær og skoða. „Við græðum á því að húsið er þarna norður í Skagafirði, þannig að það er smá hindrun í því en jú, það er svolítil umferð af fólki.“ 340 hús víðs vegar um Evrópu eru tilnefnd til verðlaunanna en síðar í vor verður tilkynnt um hvaða hús komast í lokagrúppuna. Lilja segir að húsið eigi sannarlega skilið að komast alla leið. „Arkitekt þess, Steve Christer, hjá Studio Granda, er súperarkitekt.“ Studio Granda hefur áður fengið tilnefningar til verðlaunanna en Steve Christer, eigandi stofunnar og aðalhönnuður hússins, segir að húsið hafi vakið mikla athygli víðs vegar að úr heiminum. „Ég er nú hálfhissa, verð ég að segja, á þessum miklu viðbrögðum við Hofi því við höfum síður en svo flaggað því og svo er það ágætlega falið fyrir norðan. Hins vegar virðist heimasíðan okkar vera vel vöktuð af spekúlöntum og þar hafa þeir fundið húsið.“
Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Fleiri fréttir Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Sjá meira