Hof Lilju Pálma í Skagafirði tilnefnt til virtra verðlauna Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar 13. febrúar 2009 06:30 Hof vekur athygli. Það eru ekki síður ferðamenn en arkitektarmafían sem hefur áhuga á húsinu í Skagafirði. „Ertu að grínast? En skemmtilegt!“ segir Lilja Pálmadóttir, ábúandi á Hofi í Skagafirði. Hús hennar og eiginmannsins, Baltasars Kormáks, hefur verið tilnefnt til Mies van der Rohe-verðlaunanna í ár. Lilja vissi ekki af tilnefningunni þegar blaðamaður hringdi í hana en þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Hof hlýtur tilnefningar eða verðlaun á alþjóðagrundu arkitektúrs. Verðlaunin eru nefnd eftir hinum heimsfræga arkitekt Mies van der Rohe, sem talinn er einn af frumkvöðlum nútímaarkitektúrs og er þekktastur fyrir stíl sem kenndur er við „minna er meira“ og kenningar Gustaves Flaubert um að guð búi í smáatriðunum.Lilja Pálmadóttir.„Þegar lögð er svona mikil hugsun og alúð í einhverja hönnun þá er þetta kannski bara rökrétt afleiðing af því. Það var hins vegar aldrei lagt upp með að vera að gera einhver verðlaunahús heldur var hugsunin sú að ég vildi byggja gott hús sem fullnægði þörfum fjölskyldunnar og væri í sambandi við náttúruna í kringum sig,“ segir Lilja en húsið var teiknað og unnið af Studio Granda í samráði við Lilju. „En svo vönduðum við okkur auðvitað alveg rosalega og það var ekkert verið að tjalda til eins vetrar þarna. Við gáfum okkur góðan tíma í að þaulhugsa þetta allt þar til allir voru orðnir sáttir, bæði arkitektinn og ég.“ Hönnun og hugmyndavinna hússins tók tvö ár og svo var það tvö ár í smíði en fjölskyldan flutti inn í það árið 2006. Sérstök hús á Íslandi vekja oft athygli ferðamanna og Lilja segir að nokkuð sé um ásókn fólks að koma nær og skoða. „Við græðum á því að húsið er þarna norður í Skagafirði, þannig að það er smá hindrun í því en jú, það er svolítil umferð af fólki.“ 340 hús víðs vegar um Evrópu eru tilnefnd til verðlaunanna en síðar í vor verður tilkynnt um hvaða hús komast í lokagrúppuna. Lilja segir að húsið eigi sannarlega skilið að komast alla leið. „Arkitekt þess, Steve Christer, hjá Studio Granda, er súperarkitekt.“ Studio Granda hefur áður fengið tilnefningar til verðlaunanna en Steve Christer, eigandi stofunnar og aðalhönnuður hússins, segir að húsið hafi vakið mikla athygli víðs vegar að úr heiminum. „Ég er nú hálfhissa, verð ég að segja, á þessum miklu viðbrögðum við Hofi því við höfum síður en svo flaggað því og svo er það ágætlega falið fyrir norðan. Hins vegar virðist heimasíðan okkar vera vel vöktuð af spekúlöntum og þar hafa þeir fundið húsið.“ Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
„Ertu að grínast? En skemmtilegt!“ segir Lilja Pálmadóttir, ábúandi á Hofi í Skagafirði. Hús hennar og eiginmannsins, Baltasars Kormáks, hefur verið tilnefnt til Mies van der Rohe-verðlaunanna í ár. Lilja vissi ekki af tilnefningunni þegar blaðamaður hringdi í hana en þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Hof hlýtur tilnefningar eða verðlaun á alþjóðagrundu arkitektúrs. Verðlaunin eru nefnd eftir hinum heimsfræga arkitekt Mies van der Rohe, sem talinn er einn af frumkvöðlum nútímaarkitektúrs og er þekktastur fyrir stíl sem kenndur er við „minna er meira“ og kenningar Gustaves Flaubert um að guð búi í smáatriðunum.Lilja Pálmadóttir.„Þegar lögð er svona mikil hugsun og alúð í einhverja hönnun þá er þetta kannski bara rökrétt afleiðing af því. Það var hins vegar aldrei lagt upp með að vera að gera einhver verðlaunahús heldur var hugsunin sú að ég vildi byggja gott hús sem fullnægði þörfum fjölskyldunnar og væri í sambandi við náttúruna í kringum sig,“ segir Lilja en húsið var teiknað og unnið af Studio Granda í samráði við Lilju. „En svo vönduðum við okkur auðvitað alveg rosalega og það var ekkert verið að tjalda til eins vetrar þarna. Við gáfum okkur góðan tíma í að þaulhugsa þetta allt þar til allir voru orðnir sáttir, bæði arkitektinn og ég.“ Hönnun og hugmyndavinna hússins tók tvö ár og svo var það tvö ár í smíði en fjölskyldan flutti inn í það árið 2006. Sérstök hús á Íslandi vekja oft athygli ferðamanna og Lilja segir að nokkuð sé um ásókn fólks að koma nær og skoða. „Við græðum á því að húsið er þarna norður í Skagafirði, þannig að það er smá hindrun í því en jú, það er svolítil umferð af fólki.“ 340 hús víðs vegar um Evrópu eru tilnefnd til verðlaunanna en síðar í vor verður tilkynnt um hvaða hús komast í lokagrúppuna. Lilja segir að húsið eigi sannarlega skilið að komast alla leið. „Arkitekt þess, Steve Christer, hjá Studio Granda, er súperarkitekt.“ Studio Granda hefur áður fengið tilnefningar til verðlaunanna en Steve Christer, eigandi stofunnar og aðalhönnuður hússins, segir að húsið hafi vakið mikla athygli víðs vegar að úr heiminum. „Ég er nú hálfhissa, verð ég að segja, á þessum miklu viðbrögðum við Hofi því við höfum síður en svo flaggað því og svo er það ágætlega falið fyrir norðan. Hins vegar virðist heimasíðan okkar vera vel vöktuð af spekúlöntum og þar hafa þeir fundið húsið.“
Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira