Fjölskylda berst í bökkum Valur Grettisson skrifar 13. febrúar 2009 11:39 Frá Ísafirði. MYND/Vilmundur Hansen „Við erum með tvö börn á leikskóla, þetta gæti orðið til þess að við þurfum að taka þau af skólanum," segir fjölskyldumaðurinn og smiðurinn Matthías Arnberg Matthíasson, en hann hefur verið atvinnulaus síðan í desember síðastliðnum. Matthías, sem er fjörtíu og fjögurra ára gamall faglærður smiður, gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega fyrir karp á þingi og rifrildi um Davíð Oddssons - á meðan standa fjölskyldur varnalausar í þeim efnahagslegu hörmungum sem dunið hafa á landanum. Nú er raunveruleg hætta á því að Matthías missi húsið. Sjálfur hefur Matthías starfað sem sjálfstæður smiður í tíu ár og átti síst af öllu von á því að verða atvinnulaus. Matthías keypti hús á Ísafirði ásamt fjölskyldu sinni árið 2006. Nú er svo komið að hann getur ekki selt húsið, og þó honum takist það, þá hefur lánið hækkað um tæpar sjö milljónir á tveimur árum á meðan fasteignaverð fer lækkandi. Hann segist, eins og margar aðrar fjölskyldur, vera bundinn í átthagafjötra. Sé ekkert að gert, mun hann missa húsið, að eigin sögn. Matthíasi líst illa á ástandið og er að verða örvæntingafullur. Hann sendi fjölmiðlum bréf þar sem hann lýsti aðstæðum sínum í þeirri von að stjórnvöld færu að taka sig taki og kæmu frekar til móts við fjölskyldur landsins. Þegar hann er spurður hvort stjórnvöld hafi ekki þegar einmitt gert það svarar hann: „Ég get ekki séð að það sé verið að mæta fjölskyldu í kröggum. Ég fékk til að mynda að lengja lán sem varð til þess að það hækkaði vegna verðbólgunnar." Matthías bætir svo við: „Manni endist ekki ævin til þess að borga allar þessar skuldir sem hlaðast upp." Matthías segist hafa leitað að starfi á öllum Vestfjörðum og reyndar fleiri landsfjórðungum. Þannig segist hann hafa fundið eitt hlutastarf sem afgreiðslumaður í búð á Austurlandi. „Ég veit ekki hvað er til ráða," segir Matthías sem langar eingöngu að fá einhverja vinnu. Hann reynir að dytta að húsi fjölskyldunnar, sem ómögulegt er að selja, til þess að hafa eitthvað fyrir stafni. Hann hvetur stjórnvöld til þess að skapa störf í stað þess að skera niður, sjálfur hefur Matthías sínar hugmyndir: „Það er hægt að fara í viðhaldsframkvæmdir á þeim húsum sem eru hálfkláruð um allt land." Hann segir þjóðina þreytta, fólk vilji ekki hlusta á meira karp um Davíð Oddssons, eða hvaða stjórnmálaflokkur eigi hvaða frumvörp á þingi, nú sé kominn tími til þess að leysa vandamál fjölskyldufólks áður en verulega illa fer.Bréfið frá fjölskyldunni má lesa í heild sinni hér: Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Við erum með tvö börn á leikskóla, þetta gæti orðið til þess að við þurfum að taka þau af skólanum," segir fjölskyldumaðurinn og smiðurinn Matthías Arnberg Matthíasson, en hann hefur verið atvinnulaus síðan í desember síðastliðnum. Matthías, sem er fjörtíu og fjögurra ára gamall faglærður smiður, gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega fyrir karp á þingi og rifrildi um Davíð Oddssons - á meðan standa fjölskyldur varnalausar í þeim efnahagslegu hörmungum sem dunið hafa á landanum. Nú er raunveruleg hætta á því að Matthías missi húsið. Sjálfur hefur Matthías starfað sem sjálfstæður smiður í tíu ár og átti síst af öllu von á því að verða atvinnulaus. Matthías keypti hús á Ísafirði ásamt fjölskyldu sinni árið 2006. Nú er svo komið að hann getur ekki selt húsið, og þó honum takist það, þá hefur lánið hækkað um tæpar sjö milljónir á tveimur árum á meðan fasteignaverð fer lækkandi. Hann segist, eins og margar aðrar fjölskyldur, vera bundinn í átthagafjötra. Sé ekkert að gert, mun hann missa húsið, að eigin sögn. Matthíasi líst illa á ástandið og er að verða örvæntingafullur. Hann sendi fjölmiðlum bréf þar sem hann lýsti aðstæðum sínum í þeirri von að stjórnvöld færu að taka sig taki og kæmu frekar til móts við fjölskyldur landsins. Þegar hann er spurður hvort stjórnvöld hafi ekki þegar einmitt gert það svarar hann: „Ég get ekki séð að það sé verið að mæta fjölskyldu í kröggum. Ég fékk til að mynda að lengja lán sem varð til þess að það hækkaði vegna verðbólgunnar." Matthías bætir svo við: „Manni endist ekki ævin til þess að borga allar þessar skuldir sem hlaðast upp." Matthías segist hafa leitað að starfi á öllum Vestfjörðum og reyndar fleiri landsfjórðungum. Þannig segist hann hafa fundið eitt hlutastarf sem afgreiðslumaður í búð á Austurlandi. „Ég veit ekki hvað er til ráða," segir Matthías sem langar eingöngu að fá einhverja vinnu. Hann reynir að dytta að húsi fjölskyldunnar, sem ómögulegt er að selja, til þess að hafa eitthvað fyrir stafni. Hann hvetur stjórnvöld til þess að skapa störf í stað þess að skera niður, sjálfur hefur Matthías sínar hugmyndir: „Það er hægt að fara í viðhaldsframkvæmdir á þeim húsum sem eru hálfkláruð um allt land." Hann segir þjóðina þreytta, fólk vilji ekki hlusta á meira karp um Davíð Oddssons, eða hvaða stjórnmálaflokkur eigi hvaða frumvörp á þingi, nú sé kominn tími til þess að leysa vandamál fjölskyldufólks áður en verulega illa fer.Bréfið frá fjölskyldunni má lesa í heild sinni hér:
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira