Enski boltinn

Redknapp: Cudicini ekki meira með á tímabilinu

Ómar Þorgeirsson skrifar
Carlo Cudicini.
Carlo Cudicini. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Harry Redknapp hjá Tottenham telur að markvörðurinn Carlo Cudicini muni snúa aftur á völlinn og spila á ný, en á síður von á því að hann spili eitthvað á þessu tímabili.

Cudicini lenti nýlega í alvarlegu mótorhjólaslysi sem varð til þess að hann þurfti að gangast undir aðgerð á úlnlið og mjöðm en betur fór en á horfðist því í fyrstu var talið að ferill leikmannsins væri á enda.

„Ég er viss um að hann snúi aftur en hann á fyrir höndum sér langa og stranga endurhæfingu. Hann verður á hækjum næstu tólf vikurnar eða svo og ég á því bágt með að trúa því að hann geti spilað meira á þessu tímabili.

Við erum með nokkra markverði á okkar snærum en ég veit ekki hvað við gerum. Allar þessar sögusagnir í fjölmiðlunum undanfarið um að við séum að fá hina og þessa markverði eru alla vega ekki á rökum reistar," segir Redknapp í viðtali við The Sun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×