Viðskipti erlent

Olíuverð er komið niður í 36 dollara á tunnuna

Heimsmarkaðsverð á olíu fór niður í 36 dollara á tunnuna á Asíumarkaðinum í morgun. Heldur verðið þar með áfram að lækka og hefur lækkað um 30% í þessum mánuði.

OPEC, samtök olíuframleiðsluríkja, hefur tilkynnt að samtökin muni draga úr framleiðslu sinni um 4,2 milljónir tunna á dag frá því sem framleiðslan var í september s.l.

Hingað til hafa tilkynningar sem þessar ekki skilað miklum árangri fyrir OPEC enda hefur fjármálakreppan gert það að verkum að stöðugt dregur úr notkun og eftirspurn eftir olíu. Samhliða því hafa olíubirgðir aukist og er nú allt brigðapláss í Bandaríkjunum á þrotum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×