Hlutabréf á Asíumörkuðum lækkuðu í verði í morgun og má að hluta rekja þá lækkun til frétta af tapi hjá Sony og Samsung en bréf fyrrnefnda fyrirtækisins lækkuðu um sjö prósent í kjölfar tilkynningar um rekstrarhalla, þann fyrsta í 14 ár.
Einn greiningaraðili sem Bloomberg-fréttavefurinn ræddi við sagði slæmu fréttirnar stigmagnast þessa dagana, til dæmis hafi tap Sony verið mun meira en svartsýnustu spár greiningaraðila höfðu gert ráð fyrir.