Sport

Hatton enn óákveðinn með framhaldið

Ómar Þorgeirsson skrifar
Manny Pacquiao og Ricky Hatton.
Manny Pacquiao og Ricky Hatton. Nordic photos/Getty images

Hnefaleikakappinn Ricky Hatton er enn í rusli yfir niðurlægjandi tapi sínu gegn Manny Pacquiao en fjöldi manna úr bransanum hafa hvatt Bretann til þess að leggja hanskana á hilluna. Hatton er þó enn óávkeðinn með framhaldið.

„Ég viðurkenni að fyrsta hugsun mín eftir þetta slæma tap gegn Manny var að spyrja sjálfan mig hvort að ég ætti ekki bara að hætta þessu. Er ég búinn að fá nóg? Ég er ekki enn búinn að taka ákvörðun um framhaldið," segir Hatton í samtali við Sky Sports fréttastofuna.

Sögusagnir um að verið sé að skipuleggja bardaga á milli Hatton og Amir Khan undir vinnuheitinu baráttan um Bretland eru á kreiki en Ray Hatton, faðir og þjálfari Ricky, viðurkennir að sonur hans sé ekki búinn að útiloka neitt.

„Eina mínútuna segir að hann sé ekki búinn og þá næstu spyr hann hvort að hann vilji í raun enda ferilinn með þessu tapi. Hvað sem hann ákveður þá munum við fjölskyldan hans styðja við bakið á honum," segir Hatton eldri.





Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×