Fótbolti

Henry: Þetta var hendi en ég er ekki dómari

Ómar Þorgeirsson skrifar
Thierry Henry.
Thierry Henry. Nordic photos/AFP

Frakkland tryggði sér farseðilinn á lokakeppni HM í Suður-Afríku næsta sumar með vægast sagt vafasömum hætti í gærkvöldi.

Frakkar unnu fyrri leik þjóðanna í Dyflinni 0-1 en Írar jöfnuðu metin í einvíginu í París í gærkvöldi og grípa þurfti til framlengingar.

Í framlengingunni skoraði William Gallas sigurmarkið eftir sendingu frá Thierry Henry en Henry hafði stuttu áður handleikið boltann í tvígang.

„Ég get alveg viðurkennt það að þetta var hendi en ég er ekki dómari," sagði fyrirliðinn Henry í leikslok í gærkvöldi. Richard Dunne, fyrirliði Íra, var niðurlútur í leiklok í gær eftir að hafa tapað með þessum hætti.

„Henry viðurkenndi að um hendi hafi verið að ræða en það fær mig ekki til þess að líða neitt betur. Mér finnst bara eins og svindlað hafi verið á okkur," sagði Dunne.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×