Innlent

Ný ríkisstjórn borin undir atkvæði á laugardaginn

Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir á blaðamannafundi.
Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir á blaðamannafundi.

Samfylkingin hefur tekið Nasa á leigu á laugardaginn klukkan tvö um daginn. Samkvæmt heimildum Vísis þá mun flokkstjórn Samfylkingarinnar verða kallað saman til þess að samþykkja ráðherralista og stjórnarsamstarf Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.

Flokkarnir eru búnir að ná lendingu í nær öllum ágreiningsmálum sínum. Samkvæmt heimildum Vísis þá verður farið núna í það að skrifa sáttmálann niður og fínpússa þar sem þarf. Hann verður svo lagður fyrir flokkstjórn Samfylkingarinnar á laugardag, sennnilega verður hann einnig lagður fyrir VG samdægurs.

Því má gera ráð fyrir að niðurstaða um stjórnarsamstarf verði kynnt, eigi síðar en á sunnudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×