Sport

Töfting byrjaði hnefaleikaferilinn á rothöggi - myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stig Töfting er grjótharður nagli
Stig Töfting er grjótharður nagli Nordic Photos/Getty Images

Gamli danski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Stig Töfting, er mikið ólíkindatól eins og hann hefur margoft sannað.

Nýjasta nýtt hjá þessum gamla harðjaxli úr boltanum er að hefja hnefaleikaferil.

Fyrsti bardaginn fór fram um helgina í Kaupmannahöfn og var andstæðingurinn glímukappinn Sidney Lee.

Bardaginn varð að farsa því glímukappinn er greinilega ekki vanur því úr sinni íþrótt að það sé lamið af fullum þunga því hann féll í strigann eftir aðeins nokkrar sekúndur. Töfting hafði þá náð inn vinstri krók.

Svo hræddur varð Lee eftir höggið þunga að hann neitaði að standa upp aftur og bardaganum því lokið.

Töfting varð öskuvondur enda var hann mættur til að slást. Vildi hann lítið tala við Lee eftir bardagann eins og sjá má á myndskeiðinu hér að neðan.

Myndband - Töfting í hnefaleikum.















Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×