Sport

Ætlaði ekki að slá and­stæðing sinn í höfuðið með boðhlaup­skeflinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frjálsíþróttakonan Alaila Everett fer hér yfir sína hlið á atvikinu og tárin runnu.
Frjálsíþróttakonan Alaila Everett fer hér yfir sína hlið á atvikinu og tárin runnu. Skjámynd/Wavy_news

Frjálsíþróttakonan Alaila Everett hefur komið sjálfri sér til varnar eftir að atvik í boðhlaupskeppni bandarískra gagnfræðiskóla fór á mikið flug á samfélagsmiðlum.

Kaelen Tucker, andstæðingur hennar, varð þá að hætta keppni í miðju boðhlaupi eftir að það virtist vera sem að Alaila hafi slegið hana í höfuðið með boðshlaupskeflinu sínu.

Þetta lítur ekki vel út fyrir Alailu á myndbandinu frá keppninni en hún kom grátandi í viðtal og sagði frá sinni hlið. Hún segir að þetta líti vissulega mjög illa út fyrir sig en jafnframt að í myndbandinu sjáist þetta bara frá einu sjónarhorni.

Alaila segist að þetta hafi verð slys því boðshlaupskeflið hennar hefði hreinlega fest í Kaelen. Hún reyndi að sjálfsögðu að losa það. Hún hafði því ekki verð að slá hana í höfuð heldur var hún að reyna að ná jafnvægi aftur eftir að keflið losnaði.

„Ég myndi aldrei slá neinn viljandi,“ sagði Alaila grátandi. Hún hefur mátt þola alls konar hótanir og nafnakall síðan að myndbandið fór á flug þar á meðal morðhótanir.

Kaelen hlaut heilahristing við höggið og var mögulega höfuðkúpubrotin. 

Hér fyrir neðan má sjá atvikið og viðtalið við grátandi Alailu Everett.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×