Innlent

Andstæðar fylkingar kalla tillöguna moðsuðu

Árni Sigfússon.
Árni Sigfússon.
Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ og varaformaður Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins, sagði að andstæðar fylkingar innan flokksins kalli niðurstöðu nefndarinnar moðsuðu.

Megin niðurstaða Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins er sú að ganga eigi til þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta kjörtímabili um hvort Ísland eigi að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið.

Í umræðum á landsfundi flokksins í dag voru skiptar skoðanir um niðurstöðu nefndarinnar. Árni sagði að skapa verði samstöðu í flokknum um niðurstöðuna í Evrópumálum. Hann sagði að tillaga Evrópunefndarinnar væri eins skýr og hún gæti orðið. „Við þurfum að byggja hér á samstöðu."

Þá vitnaði Árni til þess að bæði Geir H. Haarde og Björn Bjarnason hafi sagt að ganga verði tvisvar til þjóðaratkvæðagreiðslna.




Tengdar fréttir

Sjálfstæðismenn vilja þjóðaratkvæði um aðildarviðræður

Megin niðurstaða Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins er sú að ganga eigi til þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta kjörtímabili um hvort Ísland eigi að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Kristján Þór Júlíusson kynnti í dag niðurstöður nedndarinnar sem starfað hefur síðan í nóvember.

Björn sammála Evrópunefndinni

„Ég er almennt þeirra skoðunar að efna beri til tveggja þjóðaratkvæðagreiðslna," sagði Björn Bjarnason í umræðum um skýrslu Evrópunefndar Sjálfstæðsflokksins á landsfundi flokksins í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×