Viðskipti erlent

Stýrivextir í Bretlandi aldrei lægri

Mervyn King, seðlabankastjóri, ásamt fjármálaráðherranum Darling.
Mervyn King, seðlabankastjóri, ásamt fjármálaráðherranum Darling. Mynd/AFP

Englandsbanki lækkaði stýrivextir um 50 punkta í dag og fara þeir við það úr 1,5 prósentum í eitt prósent. Þeir hafa aldrei verið lægri.

Þetta er nokkuð í samræmi við væntingar helstu greinenda.

Bankinn hefur lækkað stýrivextir fimm sinnum síðan í október í fyrra með það fyrir augum að auka útlánagetu bankakerfisins og blása lífi í einkaneyslu, sem hefur dregist mikið saman.

Í desember rann upp krepputíð í Bretlandi en þá hafði hagvöxtur dregist saman í tvö ársfjórðunga í röð.

Breska ríkisútvarpið hefur eftir heimildum aðstæður það erfiðar nú um stundir að meira þurfi til en stýrivaxtalækkun.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×