Einum leik er lokið í Iceland Express deild karla í dag en í honum vann Grindavík sigur á Þór á Akureyri, 97-79.
Staðan í hálfleik var 57-52, Grindavík í vil, en gestirnir tóku svo enn meira frumkvæði í síðari hálfleik og unnu öruggan sigur.
Páll Axel Vilbergsson skoraði 33 stig fyrir Grindavík en hann setti niður sjö þrista í leiknum. Nick Bradford kom næstur með 26 stig og níu fráköst.
Daniel Bandy skoraði 25 stig fyrir Þór og Guðmundur Jónsson 20.
Grindavík er í öðru sæti deildarinnar með 28 stig en Þór í því ellefta með átta stig.
Tveir leikir eru á dagskrá deildarinnar í kvöld og hófust klukkan 19.15. ÍR tekur á móti Breiðabliki og KR mætir FSu á heimavelli.
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2017-09-07T144452.760Z-haukar.png)
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2025-02-14T125946.545Z-2021-10-15T150140.503Z-Jeruzalem_Ormoz.png)