Sport

Calzaghe hættur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Joe Calzaghe í bardaganum gegn Roy Jones yngri.
Joe Calzaghe í bardaganum gegn Roy Jones yngri. Nordic Photos / Getty Images
Joe Calzaghe hefur formlega tilkynnt að hann sé hættur atvinnumennsku í hnefaleikum en hann var ósigraður á sínum ferli.

Síðast vann hann sigur á Roy Jones yngri í nóvember síðastliðnum en alls keppti hann í 46 bardögum. Hann var því þremur sigrum frá Rocky Marciano sem fór ósigraður í gegnum 49 bardaga á sínum ferli.

„Ég hef verið heppinn að hafa átt frábæran feril og ég vil þakka stuðningsmönnum mínum fyrir að hafa verið mér við hlið allan tímann," sagði Calzaghe.

„Ég vil auðvitað senda fjölskyldu minni sérstakar þakkarkveðjur, þá sér í lagi Enzo föður mínum sem hvatti mig fyrstur til að setja á mig hanskana. Hann var svo í horninu mínu í hverjum einasta bardaga."

„Þessi ákvörðun hefur verið ein sú erfiðasta á mínum ferli. Það er alltaf sú freisting til staðar að halda áfram, sérstaklega ef maður er meistarinn og ósigraður í þokkabót."

„En nú hef ég á þeim tímapunkti að sú tilhugsun að hætta ósigraður sé meira spennandi en einn bardagi til. Ég hef líka náð þeim markmiðum sem ég hef sett mér á mínum ferli."

Calzaghe er 37 ára gamall og hóf ferill sinn árið 1993.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×