Fótbolti

Stuðningsmaður Cassano hljóp inn á völlinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stuðningsmaðurinn inn á vellinum.
Stuðningsmaðurinn inn á vellinum.

Eitt af uppáhaldsrifrildum Ítala er hvort hinn skapstyggi framherji, Antonio Cassano, eigi að vera í ítalska landsliðinu eður ei.

Marcello Lippi hefur aldrei valið hann í hópinn hjá sér og í síðustu viku var því haldið fram að ástæðan væri sú að Cassano hefði kýlt son hans.

Lippi sagði það vera tóma þvælu.

Einn af stuðningsmönnum Cassano gerði sér lítið fyrir í kvöld og hljóp út á völlinn í leik Ítala og Hollendinga þar sem hann undirstrikaði stuðning sinn við framherjann.

Var drengurinn í Superman-bol með áletruninni: "Cassano í landsliðið".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×