Viðskipti erlent

Nokia segir upp tæplega 2.000 manns

Finnski farsímarisinn Nokia ætlar að segja upp tæplega 2.000 manns á næstunni. Er þetta gert í hagræðingar- og sparnaðarskyni.

Í tilkynningu um málið frá Nokia segir að félagið muni semja um uppsagnirnar við starfsmenn sína þar sem það er mögulegt. Samkvæmt frétt um málið á finnsku fréttastofunni FNB mun um 1.700 af fyrrgreindum fjölda verða sagt upp í Finnlandi.

Nokia hefur orðið fyrir barðinu á fjármálakreppunni eins og flest önnur félög á Vesturlöndunum. Ætlunin er að spara um 700 milljónir evra í rekstrinum með þessum uppsögnum og fleiri aðgerðum.

Í síðasta mánuði tilkynnti Nokia að félagið ætlaði að minnka starfsfólk sitt á heimsvísu um 1.000 manns.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×