Lífið

Íslensk þjóð á amerískum kúr

Ford og FM Belfast Blaðamaður Telegraph á eina skemmtilegustu umfjöllunina um Airwawes-hátíðina en hann segir FM Belfast vera stjörnu hátíðarinnar og að Íslendingar hafi þrifist á innflutningi á pallbílum frá Ford.Fréttablaðið/Hörður Sveinsson
Ford og FM Belfast Blaðamaður Telegraph á eina skemmtilegustu umfjöllunina um Airwawes-hátíðina en hann segir FM Belfast vera stjörnu hátíðarinnar og að Íslendingar hafi þrifist á innflutningi á pallbílum frá Ford.Fréttablaðið/Hörður Sveinsson

Dómar um Airwaves halda áfram að birtast á erlendum fréttaveitum en fjöldi erlendra blaðamanna dvaldist hér á landi og tók út íslensku tónlistarsenuna.

Breska blaðið Telegraph státar eflaust af skemmtilegustu umfjölluninni þar sem blaðamaðurinn Huw Nesbitt er undrandi á amerískum áhrifum í Reykjavík. Nefnir hann sem dæmi að í Reykjavík sé til að mynda fáránlegur fjöldi klukkuverslana og amerískra veitingastaða og við enda Laugavegarins sé meira að segja Fíladelfíusöfnuður. Nesbitt hefur augljóslega ekki haft hugmynd um að McDonald‘s væri að fara að loka. Þá kveðst hann hafa heimildir fyrir því að Íslendingar hafi þrifist á bandarísku sjónvarpsefni, pylsum og innflutningi á dýrum pallbílum frá Ford þegar góðærið stóð sem hæst. „Þeir fluttu þá inn eins og enginn væri morgundagurinn. En svo kom morgundagurinn og landið varð gjaldþrota.“

En Nesbitt notar ekki bara greinina til að hæðast örlítið að gestgjöfum sínum því hann hrósar íslenskum tónlistarmönnum í hástert. Nefnir hann sérstaklega tónleika Hjaltalín í Fríkirkjunni og For a Minor Reflection í Iðnó þar sem þakið hafi hreinlega rifnað af húsinu. Stjarna hátíðarinnar sé hins vegar FM Belfast, sem Nesbitt segir hafa farið á kostum á Nasa. Þeir tónleika hafi staðið upp úr á annars ágætri hátíð að mati blaðamannsins.- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.