Sjá sjálfir um að þvo fötin Elvar Geir Magnússon skrifar 22. júlí 2009 08:00 Indriði Sigurðsson í landsleik gegn Hollandi. Nordic photos/Getty images „Klúbburinn er í mjög erfiðum málum og þarf að losa sig við leikmenn," segir varnarmaðurinn Indriði Sigurðsson sem er samningsbundinn Lyn í Noregi. Félagið stendur á brauðfótum en fjárhagsstaða þess er virkilega slæm. „Ef ég væri stjórnarmaður einhvers liðs myndi ég persónulega ekki leggja fram tilboð í leikmann hjá okkur á þessum tímapunkti heldur bíða aðeins því það er möguleiki á að fá hann ókeypis ef liðið fer á hausinn," segir Indriði. Norskir fjölmiðlar telja líklegt að hann verði fyrsti leikmaðurinn sem Lyn selji til að létta reksturinn en annað Íslendingalið, Brann, hefur áhuga á honum. „Við höfum það fínt í Ósló en ég viðurkenni að ég hef meiri metnað en að vera í botnbaráttunni. Það væri erfitt að stökkva af sökkvandi skipi og ég væri til í að vera út þetta tímabil og sjá hver staðan er eftir það. Ef eitthvað gerist sem hjálpar félaginu fjárhagslega og ég lít á sem spennandi kost þá væri ég vitleysingur ef ég myndi ekki skoða það," segir Indriði. „Brann er stór klúbbur á norskan mælikvarða og mjög góð umgjörð í kringum hann. Auðvitað er það spennandi kostur." Fyrir hjá Brann eru fimm Íslendingar en samningur Kristjáns Arnar Sigurðssonar er að renna út og telja norskir fjölmiðlar líklegt að félagið vilji fá Indriða í hans stað. Meðal þess sem Lyn hefur gert til að spara er að láta leikmenn sjálfa sjá um að þvo æfingafötin sín. „Við leikmenn tókum á okkur launalækkun og mér finnst það persónulega lítið mál að við sjáum um þvottinn líka. Konan er reyndar alveg brjáluð," sagði Indriði kíminn. „Félagið hefur þurft að greiða fyrir þvottinn þar sem það er ekki með neinar stórar þvottavélar eins og mörg félög. Við buðumst til að aðstoða með ákveðna kostnaðarliði og það er búið að skera niður ýmislegt, til dæmis hádegismat eftir æfingar og svona." Tveir aðrir Íslendingar eru á mála hjá Lyn, Theodór Elmar Bjarnason og markvörðurinn Arnar Darri Pétursson. „Við höfum verið að tapa mörgum leikjum með einu marki en maður er samt alltaf bjartsýnn. Mér finnst við vera of góðir til að falla en taflan lýgur samt ekki," segir Indriði. Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sjá meira
„Klúbburinn er í mjög erfiðum málum og þarf að losa sig við leikmenn," segir varnarmaðurinn Indriði Sigurðsson sem er samningsbundinn Lyn í Noregi. Félagið stendur á brauðfótum en fjárhagsstaða þess er virkilega slæm. „Ef ég væri stjórnarmaður einhvers liðs myndi ég persónulega ekki leggja fram tilboð í leikmann hjá okkur á þessum tímapunkti heldur bíða aðeins því það er möguleiki á að fá hann ókeypis ef liðið fer á hausinn," segir Indriði. Norskir fjölmiðlar telja líklegt að hann verði fyrsti leikmaðurinn sem Lyn selji til að létta reksturinn en annað Íslendingalið, Brann, hefur áhuga á honum. „Við höfum það fínt í Ósló en ég viðurkenni að ég hef meiri metnað en að vera í botnbaráttunni. Það væri erfitt að stökkva af sökkvandi skipi og ég væri til í að vera út þetta tímabil og sjá hver staðan er eftir það. Ef eitthvað gerist sem hjálpar félaginu fjárhagslega og ég lít á sem spennandi kost þá væri ég vitleysingur ef ég myndi ekki skoða það," segir Indriði. „Brann er stór klúbbur á norskan mælikvarða og mjög góð umgjörð í kringum hann. Auðvitað er það spennandi kostur." Fyrir hjá Brann eru fimm Íslendingar en samningur Kristjáns Arnar Sigurðssonar er að renna út og telja norskir fjölmiðlar líklegt að félagið vilji fá Indriða í hans stað. Meðal þess sem Lyn hefur gert til að spara er að láta leikmenn sjálfa sjá um að þvo æfingafötin sín. „Við leikmenn tókum á okkur launalækkun og mér finnst það persónulega lítið mál að við sjáum um þvottinn líka. Konan er reyndar alveg brjáluð," sagði Indriði kíminn. „Félagið hefur þurft að greiða fyrir þvottinn þar sem það er ekki með neinar stórar þvottavélar eins og mörg félög. Við buðumst til að aðstoða með ákveðna kostnaðarliði og það er búið að skera niður ýmislegt, til dæmis hádegismat eftir æfingar og svona." Tveir aðrir Íslendingar eru á mála hjá Lyn, Theodór Elmar Bjarnason og markvörðurinn Arnar Darri Pétursson. „Við höfum verið að tapa mörgum leikjum með einu marki en maður er samt alltaf bjartsýnn. Mér finnst við vera of góðir til að falla en taflan lýgur samt ekki," segir Indriði.
Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sjá meira