Fótbolti

Kaká færist nær Real

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nordic Photos/Getty Images

Adriano Galliani, framkvæmdastjóri AC Milan, segir að Real Madrid sé eina liðið sem sé að reyna að kaupa Kaká frá Milan. Sögusagnir voru uppi um risatilboð frá Chelsea í gær en þær eiga ekki við rök að styðjast.

Það eru enn fjölmargir sem trúa því að löngu sé búið að ganga frá kaupum á Kaká til Madrid og breytir þá engu að leikmaðurinn sjálfur hafi margoft lýst því yfir að hann vilji sjálfur spila áfram með Milan.

Galliani gaf þó sögusögnunum líf með því að segja að Milan gæti þurft að selja af fjárhagslegum ástæðum en ef þeir myndu selja kæmi aðeins til greina að selja Real Madrid leikmanninn.

„Hann vildi ekki fara til Man. City í janúar, hann kaus frekar Madrid," á Galliani að hafa sagt við Gazzetta dello Sport.

„Það er enginn samningur í gangi við Chelsea. Kaká fer til Madrid eða verður áfram hjá okkur. Það er hans vilji. Það hafa verið viðræður við Real en ekki búið að ganga frá neinu.

„Kaká hefur hagað sér eins og sannur atvinnumaður og hefur aldrei beðið um hærri laun eða verið með einhverja stæla. Hann hefur verið hér í sex ár og unnið allt sem hægt er að vinna. Ef við fáum raunverulegt boð upp á 60 milljónir punda þá gætum við ekki hafnað því. Það væru ekki góð viðskipti," sagði Galliani og Kaká augljóslega að færast nær Real.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×