Viðskipti erlent

Kanadískur ráðherra gagnrýndur fyrir að vilja íslenskt vinnuafl

Nancy Allan, atvinnumálaráðherra  Manitobaríkis í Kanada.
Nancy Allan, atvinnumálaráðherra Manitobaríkis í Kanada.

Nancy Allan atvinnumálaráðherra Manitobaríkis í Kanada hefur verið gagnrýnd harðlega af heimamönnum fyrir að bjóða Íslendingum upp á vinnu í ríkinu.

Segja þeir sem gagnrýna ráðherrann að atvinnuleysi sé mikið í Manitoba og nær væri fyrir ráðherrann að leit lausna á því.

Samkvæmt frétt um málið í Canadian Press er Allan nú stödd í fimm daga heimsókn á Íslandi þar sem hún ætlar að liðka um fyrir þeim Íslendingum sem hyggjast flytja vestur um haf í atvinnuleit. Þetta segir hún að sé framlag Manitoba til að aðstoða vinaþjóð í neyð.

Það er einkum fólk af indjánaættum í Manitoba sem orðið hafa fyrir barðinu á auknu atvinnuleysi í ríkinu. Dean Fontaine frá Assembly of Manitoba Chiefs segir að ráðherrann ætti að líta sér nær og reyna að minnkandi ört vaxandi atvinnuleysi meðal indjána.

Allan aftur á móti segir að með vinnuafli frá Íslandi sé ekki verið að tjalda til einnar nætur. Rannsóknir sýni að erlent vinnuafl sem kemur til Manitoba sest þar að til frambúðar í stórum mæli.

Hérlendis hefur hún einkum áhuga á að fá vinnuafl með sérmenntun, hvort sem það er á félagslega sviðinu eða í orkugeiranum.




































Fleiri fréttir

Sjá meira


×