Fótbolti

Rómverjar vara stuðningsmenn Manchester United við

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuðningsmenn United mega ekki koma á Campo dei Fiori torgið.
Stuðningsmenn United mega ekki koma á Campo dei Fiori torgið. Mynd/AFP

Það er óttast að um tíu þúsund miðalausir stuðningsmenn Manchester United munu ferðast til Rómar vegna úrslitaleik Meistaradeildarinnar í næstu viku og eru heimamenn farnir að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða til þess að koma í veg fyrir ólæti og slagsmál í borginni.

Stuðningsmenn Manchester United, sem verða alls um 30 þúsund talsins, eiga að forðast þau svæði þar sem hætta er að þeir lendi andspænis gengjum heimamanna. Þeir eiga að sleppa því að taka lestina til Piazzale Flaminio og mega ekki nota Ponte Duca D'Aosta brúnna.

Stuðningsmenn United eiga líka að vera eins langt í burtu frá Campo dei Fiori torginu og þeir geta en þar hefur áður verið mikil ólæti og slagsmál.

„Þetta er einstök upplifun fyrir marga stuðningsmenn og það vilja allir að þeir skemmti sér vel. Til þess að svo geti farið þá þarf að grípa til ákveðinna varúðarráðstafana," sagði Alastair Mackie starfsmaður utanríksmálastofunnar.

„Við erum í samstarfi við heimamenn og breska sendiráðið í Róm og það er öruggt að stuðningsmenn fá alla þá þjónustu og aðstoð sem þeir þurfa á að halda," bætti Mackie við.

Borgarstjóri Rómar, Gianni Alemanno, fagnar komu stuðningsmanna United. „Rómarborg biður alla stuðningsmenn United velkomna og hlakkar til að njóta með þeim þessarar miklu íþróttaveislu," sagði Alemanno.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×