Liuzzi tekur við sæti Fisichella 7. september 2009 09:34 Ítalinn Viantonio Liuzzi tekur sæti Giancarlo Fisichella hjá Force India. Ítalinn Viantonuo Liuzzi var í morgun staðfestur sem ökumaður Force India í stað Giancarlo Fisichella sem var leystur undan samningi svo hann gæti ekið með Ferrari í síðustu fimm mótum ársins. Liuzzi hefur verið varaökumaður liðsins, en var áður hjá Torro Rosso. Liuzzi hefur ekki keppt síðan í árslok 2007 og hefur takmarkað reynslu á Force India bílnum vegna æfingabanns sem er í gildi. Hann hefur ekki ekið bílnum síðan í nóvember. "Ég get ekki beðið eftir því að komast um borð í Formúlu 1 bíl og þá sérstaklega á heimavelli mínum á Monza. Ég er mjög þakklátur Vijay Mallay, eiganda liðsins að gefa mér þetta tækifæri. Það sakar ekki að Force India bíllinn er öflugur og mig hungrar í að sýna hvað í mér býr. ", sagði Liuzzi í dag. Landi hans Fischella sem yfirgaf Force India liðið ekur með Ferrari á Monza um næstu helgi í stað Luca Badoer, sem var staðgengill Felipe Massa. Fisichella náði öðru sæti á Spa brautinni fyrir viku síðan og Ferrari tók hann upp á arma sína. Ítarlega verður fjallað um Liuzzi í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport á fimmtudaginn. Sjá allt um Liuzzi Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ítalinn Viantonuo Liuzzi var í morgun staðfestur sem ökumaður Force India í stað Giancarlo Fisichella sem var leystur undan samningi svo hann gæti ekið með Ferrari í síðustu fimm mótum ársins. Liuzzi hefur verið varaökumaður liðsins, en var áður hjá Torro Rosso. Liuzzi hefur ekki keppt síðan í árslok 2007 og hefur takmarkað reynslu á Force India bílnum vegna æfingabanns sem er í gildi. Hann hefur ekki ekið bílnum síðan í nóvember. "Ég get ekki beðið eftir því að komast um borð í Formúlu 1 bíl og þá sérstaklega á heimavelli mínum á Monza. Ég er mjög þakklátur Vijay Mallay, eiganda liðsins að gefa mér þetta tækifæri. Það sakar ekki að Force India bíllinn er öflugur og mig hungrar í að sýna hvað í mér býr. ", sagði Liuzzi í dag. Landi hans Fischella sem yfirgaf Force India liðið ekur með Ferrari á Monza um næstu helgi í stað Luca Badoer, sem var staðgengill Felipe Massa. Fisichella náði öðru sæti á Spa brautinni fyrir viku síðan og Ferrari tók hann upp á arma sína. Ítarlega verður fjallað um Liuzzi í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport á fimmtudaginn. Sjá allt um Liuzzi
Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira