Lífið

ENDURUNNIN ÁST ÞÓTTI BERA AF

snjöll hugmynd Svala Hjörleifsdóttir og Haraldur Unason Diego voru í hópi þeirra nemenda sem unnu að hugmyndinni.Fréttablaðið/Anton
snjöll hugmynd Svala Hjörleifsdóttir og Haraldur Unason Diego voru í hópi þeirra nemenda sem unnu að hugmyndinni.Fréttablaðið/Anton

Verkefnið Love Recycled var kosið besta verkefnið á námskeiði á vegum Háskólans í Reykjavík og Listaháskóla Íslands, en þar fengu nemendur að vinna úr hugmyndum að fjórtán fyrirtækjum og var þema námskeiðsins „góðverk“.

„Hugmyndin að baki Love Recycled er að endurvinna skart. Það er fullt af fólki sem byrjar saman og hættir síðan saman einhverju seinna.

Í millitíðinni skiptist það ef til vill á gjöfum eins og skarti sem það vill ekki nota eftir sambandsslitin. Hugmyndin er sem sagt sú að fólk komi með þetta skart og við endurvinnum það. Allur ágóði rennur svo til góðgerðarmála,“ segir Svala Hjörleifsdóttir, nemandi við Listaháskólann, sem vann verkefnið ásamt þeim Haraldi Unasyni Diego, Alexander Clemm, Caroline Inge Baumann, Guðbjörgu Tómasdóttur, Arnari Frey Guðmundssyni og Bergþóru Jónsdóttur.

Svala segir að kynningin hafi átt stóran þátt í að hópurinn hafi unnið verðlaun fyrir bestu hugmyndina. „Kynningin spilaði held ég mikið inn í það að við unnum þessi verðlaun. Við vorum mjög vel undirbúin og þar af leiðandi lítið stressuð. Svo spiluðum við myndband sem við höfðum gert og það var líka mjög vel unnið.“

Hún segir enn óráðið hvort viðskiptahugmyndin eigi eftir að verða að veruleika í framtíðinni en segist vonast til þess að svo verði. Haraldur Unason Diego samsinnir þessu og segir verkefnið geta hagnast mörgum í framtíðinni. „Við höfum þegar fengið hringi frá nokkrum einstaklingum og það sem er svo spennandi við þetta er að þeir sem koma að þessu hafa sýnt þessu svo mikinn áhuga. Tækniháskólinn hefur til dæmis efnt til hönnunarsamkeppni þar sem skartið er allt endurunnið. Allur peningurinn rynni til UNICEF og þau samtök yrðu okkar helsti þegi yrði verkefnið að raunveruleika. Því gætu margir hagnast á þessu.“sara@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.