Lífið

Kreppan heftir íslenska listamenn

Christian Schoen, formaður Kynningarmiðstöðvar fyrir íslenska myndlist, segir lítið um styrki fyrir listamenn í kjölfar kreppunnar. 
Fréttablaðið/vilhelm
Christian Schoen, formaður Kynningarmiðstöðvar fyrir íslenska myndlist, segir lítið um styrki fyrir listamenn í kjölfar kreppunnar. Fréttablaðið/vilhelm
Íslenskum myndlistarmönnum hefur reynst erfitt að fá styrki í kjölfar bankakreppunnar. Christian Schoen, forstöðumaður Kynningarmiðstöðvar íslenskra myndlistarmanna, segist hafa miklar áhyggjur af framvindu mála. „Ég held að þetta muni hafa slæm áhrif á íslenska listasenu. Þó kreppan sjálf hafi ekki bein áhrif á listsköpun íslenskra listamanna þá er mikilvægt að halda áfram að að kynna íslenska list á erlendum vettvangi,“ segir Christian.

Kynningarmiðstöðin starfar meðal annars sem tengiliður íslenskra listamanna við alþjóð­legan myndlistarvettvang og fer með framkvæmd þátttöku Íslendinga í Feneyjatvíæringnum. Aðspurður segir Christian Kynningarsjóðinn finna mikinn mun í ár miðað við fyrri ár hvað styrkveitingar varðar. „Það fjármagn sem við fáum frá ríkinu dugar skammt og gengislækkunin gerir ástandið enn verra. Listamenn hafa þurft að hætta við sýningar erlendis vegna skorts á fjármagni.“

Kynningarmiðstöðin styrkir meðal annars íslenska myndlistarmenn til starfa og sýningarhalds í útlöndum með úthlutun styrkja, en að sögn Christians er sjóðurinn þegar þurrausinn. Aðspurður segist hann hafa miklar áhyggjur af ástandinu. „Ég er meðvitaður um það að verið er að skera niður á öllum sviðum, en ég tel mikilvægt að hlúa að íslenskri list og menningu þrátt fyrir kreppuna.

Svo lengi sem við getum haldið skrifstofu Kynningarmiðstöðvarinnar gangandi þá er ekki allt tapað. Við ætlum að einbeita okkur að því sem við höfum og því góða starfi sem við höfum unnið og munum til dæmis efla vefrit okkar sem fjallar um íslenska list,“ segir Christian að lokum. - sm

Tengdar fréttir

Fiskbúð komin á fésbók

Sífellt fleiri einstaklingar og fyrirtæki skrá sig á samskiptasíðuna Facebook, þeirra á meðal er Fiskbúð Hólmgeirs sem er í Mjóddinni. Fisksalinn Hólmgeir Einarsson segist hafa verið lengi í bransanum en tekur fram að fiskbúðin í Mjóddinni sé glæný.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.