Enski boltinn

Arteta: Væri til í að klára ferilinn með Everton

Ómar Þorgeirsson skrifar
Mikel Arteta.
Mikel Arteta. Nordic photos/AFP

Nú styttist í að miðjumaðurinn Mikel Arteta verði leikfær á ný með Everton en hann er búinn að vera frá vegna krossbandsmeiðsla síðan í febrúar.

Hinn 27 ára gamli Arteta kveðst vera afar ánægður hjá Everton þrátt fyrir að vera reglulega orðaður við endurkomu til Spánar.

„Það er erfitt að segja hvað framtíðin ber með sér en ég get þó sagt að ég væri alveg til í að klára feril minn með Everton. Það kæmi mér raunar ekkert á óvart ef það myndi gerast.

Ég hef verið hjá öðrum félögum áður en Everton er mjög sérstakt félag og það er alls ekki rétt að ég vilji snúa aftur til Spánar við fyrsta tækifæri," segir Arteta í viðtali við Everton TV.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×