Viðskipti erlent

Efnahagslífið í Bretlandi skárra en búist var við

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það hefur mikið mætt á húsráðandanum við Downingstræti 10 í Lundúnum að undanförnu. Mynd/ AFP.
Það hefur mikið mætt á húsráðandanum við Downingstræti 10 í Lundúnum að undanförnu. Mynd/ AFP.
Samdráttur í breska hagkerfinu varð ekki eins mikill á öðrum ársfjórðungi og óttast hafði verið, segir í frétt á vef Telegraph. Ástæðan er meðal annars rakin til betri sölu á breskum bifreiðum en gert hafði verið ráð fyrir. Breska hagstofan sagði í gær að landsframleiðslan þar í landi hefði dregist saman um 0,7% en ekki 0,8%, sem þýðir 5,5% samdráttur á ársgrundvelli í stað 5,6% eins og gert hafði verið ráð fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×