Viðskipti erlent

Google siglir úr kreppunni, skilar methagnaði

Google hefur tilkynnt um mesta hagnað fyrirtækisins á einum ársfjórðungi. Hagnaður Google nam einum milljarði punda, eða rúmlega 200 milljörðum kr., á þriðja ársfjórðungi ársins.

Hagnaðurinn nú er 27% meiri en hann var á sama tímabili í fyrra.

„Það versta í kreppunni er nú að baki hjá okkur," segir Eric Schmidt forstjóri Google í samtali við BBC. „Miðað við það sem við sjáum höfuð við fulla trú á framtíðinni."

Fram kemur í umfjöllun BBC að Google virðist hafa staðist betur kreppuna en önnur fyrirtæki sem háð eru auglýsingum. Margir búast við því að Google verði með þeim fyrstu til að njóta góðs af endurreisn efnahagslífsins.

Eftir að tilkynning um uppgjörið barst hækkuðu hlutir í Google um 3,1%.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×