Sport

Haye mætir Valuev eftir allt saman

Ómar Þorgeirsson skrifar
Nikolai Valuev.
Nikolai Valuev. Nordic photos/AFP

Nú virðist fátt geta komið í veg fyrir að Bretinn David Haye fái loks tækifæri á að verða heimsmeistari í þungavigt eftir að endanlega hefur verið staðfest að hann muni mæta rússneska risanum Nikolai Valuev í bardaga um WBA-þungavigtartitilinn í byrjun nóvember.

Blikur voru á lofti um að ekkert yrði af bardaganum þar sem John Ruiz, sem er réttmætur áskorandi til þess að berjast við Valuev innan WBA-hnefaleikasambandsins, var sagður ætla að leita réttar síns til þess að knýja fram bardaga gegn Valuev en talsmenn Rússans staðfestu í dag að Ruiz hafi samþykkt að stíga til hliðar.

„Við erum búnir að ná samkomulagi við Ruiz um að hann hleypi Haye fram fyrir sig og lögfræðingar eru nú að ganga frá síðustu smáatriðunum," segir í yfirlýsingu frá Valuev og hans mönnum í dag.



Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×