Rafael Benítez vill fá meira hrós Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2009 11:11 Rafael Benítez, stjóri Liverpool. Mynd/GettyImages Rafael Benítez, stjóri Liverpool, óttast að frábært gengi Liverpool í Meistaradeildinni undanfarin ár verði tekið sem sjálfsögðum hlut. Liverpool getur í kvöld komist í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í fjórða sinn á fimm árum. Liverpool-liðið er í góðum málum fyrir seinni leikinn, vann fyrri leikinn 1-0 og er auk þess á heimavelli á móti Real Madrid í kvöld. Liverpool hefur komist tvisvar sinnum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar undir stjórn Benítez eða árin 2005 og 2007. Frábært gengi liðsins í keppninni hefur skilað inn tekjum upp á 100 milljónir punda frá því að Benítez kom til Liverpool 2004. Benítez segir alla á Anfield einblína alltof mikið á að endurheimta enska meistaratitilinn eftir 19 ára bið og þótt að peningarnir úr Meistaradeildinni skipti félagið miklu þá fái hann ekki næga viðurkenningu fyrir frábært gengi Liverpool í Evrópu. „Þetta eru ekki réttu skilaboðin. Það er ekki auðvelt að vera í þessari stöðu í Evróu og allir leikmenn liðsins eiga mikið hrós skilið. Þeirra framlag skilar mörgum ánægjustundum til stuðningsmanna og miklum peningum til félagsins," segir Benítez og bætir við. „Það er vegna þessarar innkomu að við höfum getað styrkt liðið. Ég hef mínar eigin hugmyndir en ég held að fólk átti sig ekki á því hversu vel liðið hefur staðið sig í Evrópukeppninni," sagði Benítez á blaðamannafundi fyrir seinni leikinn á móti Real. Benítez vildi ekki fara nánar út í þetta á blaðamannafundinum enda vildi hann að sjálfsögðu einblína á verkefni kvöldsins sem er að slá Real Madrid út úr Meistaradeildinni. „Það er kannski ekki rétt að vera að ræða um þetta núna en aðalmunurinn á okkar liði og liðum eins og Manchester og Chelsea eru peningar. Við verðum að reyna að minnka bilið með því að standa okkur í Meistaradeildinni," sagði Benítez. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Sjá meira
Rafael Benítez, stjóri Liverpool, óttast að frábært gengi Liverpool í Meistaradeildinni undanfarin ár verði tekið sem sjálfsögðum hlut. Liverpool getur í kvöld komist í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í fjórða sinn á fimm árum. Liverpool-liðið er í góðum málum fyrir seinni leikinn, vann fyrri leikinn 1-0 og er auk þess á heimavelli á móti Real Madrid í kvöld. Liverpool hefur komist tvisvar sinnum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar undir stjórn Benítez eða árin 2005 og 2007. Frábært gengi liðsins í keppninni hefur skilað inn tekjum upp á 100 milljónir punda frá því að Benítez kom til Liverpool 2004. Benítez segir alla á Anfield einblína alltof mikið á að endurheimta enska meistaratitilinn eftir 19 ára bið og þótt að peningarnir úr Meistaradeildinni skipti félagið miklu þá fái hann ekki næga viðurkenningu fyrir frábært gengi Liverpool í Evrópu. „Þetta eru ekki réttu skilaboðin. Það er ekki auðvelt að vera í þessari stöðu í Evróu og allir leikmenn liðsins eiga mikið hrós skilið. Þeirra framlag skilar mörgum ánægjustundum til stuðningsmanna og miklum peningum til félagsins," segir Benítez og bætir við. „Það er vegna þessarar innkomu að við höfum getað styrkt liðið. Ég hef mínar eigin hugmyndir en ég held að fólk átti sig ekki á því hversu vel liðið hefur staðið sig í Evrópukeppninni," sagði Benítez á blaðamannafundi fyrir seinni leikinn á móti Real. Benítez vildi ekki fara nánar út í þetta á blaðamannafundinum enda vildi hann að sjálfsögðu einblína á verkefni kvöldsins sem er að slá Real Madrid út úr Meistaradeildinni. „Það er kannski ekki rétt að vera að ræða um þetta núna en aðalmunurinn á okkar liði og liðum eins og Manchester og Chelsea eru peningar. Við verðum að reyna að minnka bilið með því að standa okkur í Meistaradeildinni," sagði Benítez.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Sjá meira