Botninn dottinn úr spákonugeiranum í New York 22. júlí 2009 13:21 Ein af afleiðingum fjármálakreppunnar er að botninn er alveg dottinn úr spákonugeiranum í New York. Þær konur, og menn, sem hafa lífsviðurværi sitt af því að spá fyrir um framtíð viðskiptavina sinna segja að efnahagurinn hafi aldrei verið eins slæmur og þessa dagana. Til að bæta gráu ofan á svart hefur svo fjöldi af þessum spákonum og mönnum verið dreginn fyrir dómstóla í borginni þar sem spádómar þeirra um hlutabréfamarkaðinn á síðasta ári þóttu fjarri lagi. Spákonunum er kennt um að margir af viðskiptavinum þeirra hafa lent í gjaldþrotum við að fara eftir spánum. Þá hefur komið upp úr kafinu að í sumum tilvika hafi spákonurnar og mennirnir ráðlagt viðskiptavinum að fjárfesta í félögum þar sem spáfólkið átti sjálft stórar hlutabréfaeignir. Í umfjöllun á börsen.dk um málið undir fyrirsögninni „Spákonur í New York sáu ekki kreppuna koma" segir að um 200 konur og menn hafi lifibrauð sitt af því að spá fyrir samborgara sína og séu flestir þeirra staðsettir í fínni hverfum borgarinnar eins og East Village og Greenwich Village. Það hefur verið venja fjölmargra New York búa undanfarin ár að fara vikulega í heimsókn til „andlegs ráðgjafa" síns. Og þótt spár um framtíðina hafi verið aðallifibrauð spákvenna og karla hafa margir þeirra einnig haft fjármálaráðgjöf sem aukabúgrein. Rætt er við spákonuna Gemmu sem býður upp á stjörnuspár og lófalestur í ríkulega búinni íbúð sinni við St Mark´s Place. Gemma segir að síðasta haust þegar hlutabréfamarkaðurinn var í frjálsu falli hafi fjárfestar oft beðið hana um að spá fyrir um þróunina á markaðinum og hvenær hann næði botninum. „Það gerði ég aldrei enda tel ég ekki forsvaranlegt að fólk taki fjárhagslegar ákvarðanir á grundvelli orða minna," segir Gemma. „Nokkrir andlegir ráðgjafar hafa verið í slíku en það geri ég ekki." Fram kemur í máli Gemmu að föstum viðskiptavinum hennar hafi fækkað mikið og að ferðamenn séu nær alveg hættir að líta inn til að láta lesa í lófa sína. „Ástandið hefur aldrei verið eins erfitt og nú," segir hún. Aðspurð um hvernig hún nái að láta enda ná saman og halda íbúð sinni við St Mark Place segir Gemma að leigusalinn sé einn af föstum viðskiptavinum hennar. „Og síðast þegar ég las í lófa hans sagði ég honum að taka engar ákvarðanir hvað varðar fasteignir sínar..." Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Ein af afleiðingum fjármálakreppunnar er að botninn er alveg dottinn úr spákonugeiranum í New York. Þær konur, og menn, sem hafa lífsviðurværi sitt af því að spá fyrir um framtíð viðskiptavina sinna segja að efnahagurinn hafi aldrei verið eins slæmur og þessa dagana. Til að bæta gráu ofan á svart hefur svo fjöldi af þessum spákonum og mönnum verið dreginn fyrir dómstóla í borginni þar sem spádómar þeirra um hlutabréfamarkaðinn á síðasta ári þóttu fjarri lagi. Spákonunum er kennt um að margir af viðskiptavinum þeirra hafa lent í gjaldþrotum við að fara eftir spánum. Þá hefur komið upp úr kafinu að í sumum tilvika hafi spákonurnar og mennirnir ráðlagt viðskiptavinum að fjárfesta í félögum þar sem spáfólkið átti sjálft stórar hlutabréfaeignir. Í umfjöllun á börsen.dk um málið undir fyrirsögninni „Spákonur í New York sáu ekki kreppuna koma" segir að um 200 konur og menn hafi lifibrauð sitt af því að spá fyrir samborgara sína og séu flestir þeirra staðsettir í fínni hverfum borgarinnar eins og East Village og Greenwich Village. Það hefur verið venja fjölmargra New York búa undanfarin ár að fara vikulega í heimsókn til „andlegs ráðgjafa" síns. Og þótt spár um framtíðina hafi verið aðallifibrauð spákvenna og karla hafa margir þeirra einnig haft fjármálaráðgjöf sem aukabúgrein. Rætt er við spákonuna Gemmu sem býður upp á stjörnuspár og lófalestur í ríkulega búinni íbúð sinni við St Mark´s Place. Gemma segir að síðasta haust þegar hlutabréfamarkaðurinn var í frjálsu falli hafi fjárfestar oft beðið hana um að spá fyrir um þróunina á markaðinum og hvenær hann næði botninum. „Það gerði ég aldrei enda tel ég ekki forsvaranlegt að fólk taki fjárhagslegar ákvarðanir á grundvelli orða minna," segir Gemma. „Nokkrir andlegir ráðgjafar hafa verið í slíku en það geri ég ekki." Fram kemur í máli Gemmu að föstum viðskiptavinum hennar hafi fækkað mikið og að ferðamenn séu nær alveg hættir að líta inn til að láta lesa í lófa sína. „Ástandið hefur aldrei verið eins erfitt og nú," segir hún. Aðspurð um hvernig hún nái að láta enda ná saman og halda íbúð sinni við St Mark Place segir Gemma að leigusalinn sé einn af föstum viðskiptavinum hennar. „Og síðast þegar ég las í lófa hans sagði ég honum að taka engar ákvarðanir hvað varðar fasteignir sínar..."
Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira