Lífið

Shakiru-dansinn vekur athygli

Katrín Hall Vekur athygli fyrir dans sem hún samdi fyrir Shakiru.Mynd/jónatan
Katrín Hall Vekur athygli fyrir dans sem hún samdi fyrir Shakiru.Mynd/jónatan

„Shakira kveikir hreinlega í dýnunni með heitum dansaralegum náunga og sannar að hún getur enn þá dansað eins og hún gerði í myndbandinu við lagið Whenever, Wherever árið 2001." Þetta skrifar Tanner Stransky, blaðamaður vefútgáfu Entertainment Weekly, á vefsíðu tímaritsins.

Stransky er yfir sig hrifinn af nýjasta myndbandi latínubombunnar Shakiru, en eins og Fréttablaðið greindi frá á þriðjudag samdi Katrín Hall, listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins, umræddan dans. Hann var augljóslega ekki með allar upplýsingar á hreinu þegar hann skrifaði umfjöllunina þar sem hann veltir fyrir sér hver í ósköpunum samdi dansinn. „Spurningin sem brennur á mér er; hver samdi dansinn? Sú sem gerði það gerir svipaða hluti og voru í gangi í Matrix-trílógíunni," skrifaði Stransky. Hann virðist síðan hafa komist í vefútgáfu Fréttablaðsins, þar sem hann uppfærir umfjöllunina og segir að það hafi verið afar áhugaverð ákvörðun að fá Katrínu Hall í verkefnið.

Elena Gorgan, lífsstílspenni vefritsins Softpedia, gengur skrefinu lengra og segir að dansinn sé sá heitasti sem sést hafi á rúmi. „Þau eru elskendur og eru að rífast heiftarlega, en á sama tíma er mikil ástríða á milli þeirra." - afb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.