Sjá sjálfir um að þvo fötin Elvar Geir Magnússon skrifar 22. júlí 2009 08:00 Indriði Sigurðsson í landsleik gegn Hollandi. Nordic photos/Getty images „Klúbburinn er í mjög erfiðum málum og þarf að losa sig við leikmenn," segir varnarmaðurinn Indriði Sigurðsson sem er samningsbundinn Lyn í Noregi. Félagið stendur á brauðfótum en fjárhagsstaða þess er virkilega slæm. „Ef ég væri stjórnarmaður einhvers liðs myndi ég persónulega ekki leggja fram tilboð í leikmann hjá okkur á þessum tímapunkti heldur bíða aðeins því það er möguleiki á að fá hann ókeypis ef liðið fer á hausinn," segir Indriði. Norskir fjölmiðlar telja líklegt að hann verði fyrsti leikmaðurinn sem Lyn selji til að létta reksturinn en annað Íslendingalið, Brann, hefur áhuga á honum. „Við höfum það fínt í Ósló en ég viðurkenni að ég hef meiri metnað en að vera í botnbaráttunni. Það væri erfitt að stökkva af sökkvandi skipi og ég væri til í að vera út þetta tímabil og sjá hver staðan er eftir það. Ef eitthvað gerist sem hjálpar félaginu fjárhagslega og ég lít á sem spennandi kost þá væri ég vitleysingur ef ég myndi ekki skoða það," segir Indriði. „Brann er stór klúbbur á norskan mælikvarða og mjög góð umgjörð í kringum hann. Auðvitað er það spennandi kostur." Fyrir hjá Brann eru fimm Íslendingar en samningur Kristjáns Arnar Sigurðssonar er að renna út og telja norskir fjölmiðlar líklegt að félagið vilji fá Indriða í hans stað. Meðal þess sem Lyn hefur gert til að spara er að láta leikmenn sjálfa sjá um að þvo æfingafötin sín. „Við leikmenn tókum á okkur launalækkun og mér finnst það persónulega lítið mál að við sjáum um þvottinn líka. Konan er reyndar alveg brjáluð," sagði Indriði kíminn. „Félagið hefur þurft að greiða fyrir þvottinn þar sem það er ekki með neinar stórar þvottavélar eins og mörg félög. Við buðumst til að aðstoða með ákveðna kostnaðarliði og það er búið að skera niður ýmislegt, til dæmis hádegismat eftir æfingar og svona." Tveir aðrir Íslendingar eru á mála hjá Lyn, Theodór Elmar Bjarnason og markvörðurinn Arnar Darri Pétursson. „Við höfum verið að tapa mörgum leikjum með einu marki en maður er samt alltaf bjartsýnn. Mér finnst við vera of góðir til að falla en taflan lýgur samt ekki," segir Indriði. Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum Sjá meira
„Klúbburinn er í mjög erfiðum málum og þarf að losa sig við leikmenn," segir varnarmaðurinn Indriði Sigurðsson sem er samningsbundinn Lyn í Noregi. Félagið stendur á brauðfótum en fjárhagsstaða þess er virkilega slæm. „Ef ég væri stjórnarmaður einhvers liðs myndi ég persónulega ekki leggja fram tilboð í leikmann hjá okkur á þessum tímapunkti heldur bíða aðeins því það er möguleiki á að fá hann ókeypis ef liðið fer á hausinn," segir Indriði. Norskir fjölmiðlar telja líklegt að hann verði fyrsti leikmaðurinn sem Lyn selji til að létta reksturinn en annað Íslendingalið, Brann, hefur áhuga á honum. „Við höfum það fínt í Ósló en ég viðurkenni að ég hef meiri metnað en að vera í botnbaráttunni. Það væri erfitt að stökkva af sökkvandi skipi og ég væri til í að vera út þetta tímabil og sjá hver staðan er eftir það. Ef eitthvað gerist sem hjálpar félaginu fjárhagslega og ég lít á sem spennandi kost þá væri ég vitleysingur ef ég myndi ekki skoða það," segir Indriði. „Brann er stór klúbbur á norskan mælikvarða og mjög góð umgjörð í kringum hann. Auðvitað er það spennandi kostur." Fyrir hjá Brann eru fimm Íslendingar en samningur Kristjáns Arnar Sigurðssonar er að renna út og telja norskir fjölmiðlar líklegt að félagið vilji fá Indriða í hans stað. Meðal þess sem Lyn hefur gert til að spara er að láta leikmenn sjálfa sjá um að þvo æfingafötin sín. „Við leikmenn tókum á okkur launalækkun og mér finnst það persónulega lítið mál að við sjáum um þvottinn líka. Konan er reyndar alveg brjáluð," sagði Indriði kíminn. „Félagið hefur þurft að greiða fyrir þvottinn þar sem það er ekki með neinar stórar þvottavélar eins og mörg félög. Við buðumst til að aðstoða með ákveðna kostnaðarliði og það er búið að skera niður ýmislegt, til dæmis hádegismat eftir æfingar og svona." Tveir aðrir Íslendingar eru á mála hjá Lyn, Theodór Elmar Bjarnason og markvörðurinn Arnar Darri Pétursson. „Við höfum verið að tapa mörgum leikjum með einu marki en maður er samt alltaf bjartsýnn. Mér finnst við vera of góðir til að falla en taflan lýgur samt ekki," segir Indriði.
Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum Sjá meira