Handbolti

Stefán: Ánægður með vinnusemina og dugnaðinn

Ómar Þorgeirsson skrifar
Stefán Arnarson.
Stefán Arnarson.

„Það sem við tökum frá þessum leik er stigið og sú staðreynd að við erum enn taplaus. Þetta var annars mjög kaflaskipt.

Byrjunin var skelfileg hjá okkur og Fram komst í 1-5 en eftir leikhlé þá náðum við að snúa leiknum við og komast í 9-6. Ég vissi reyndar alltaf að þetta yrði jafn leikur og það varð raunin," sagði Stefán Arnarson, þjálfari Vals, í leikslok eftir 21-21 jafntefli Vals gegn Fram í toppbaráttuleik í N1-deild kvenna í handbolta.

„Ég er mjög ánægður með vinnusemina og dugnaðinn í liðinu í heild sinni. Við vorum að spila fína vörn og fengum í kjölfarið góða markvörslu en ég hefði viljað fá fleiri mörk úr hraðaupphlaupum. Það er eitthvað sem við þurfum að vinna með til að halda áfram að slípa sóknarleikinn," sagði Stefán að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×