Sport

Úr borðtennis í pólitík

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Deng Yaping skömmu áður en hún hætti árið 1997.
Deng Yaping skömmu áður en hún hætti árið 1997. Nordic Photos / AFP

Ein þekktasta íþróttakona Kína, Deng Yaping, er á hraðri leið upp metorðastiga kommúnistaflokksins þar í landi.

Yaping er fjórfaldur Ólympíumeistari í borðtennis og átjánfaldur heimsmeistari í íþróttinni þó svo að hún hafi hætt keppni árið 1997, þá aðeins 24 ára gömul.

Hún er almennt talin einn allra besti borðtennisspilari allra tíma og var kjörinn íþróttamaður 20. aldarinnar í Kína.

Í dag hefur hún snúið sér að stjórnmálum og er á hraðri uppleið í kommúnistaflokknum sem öllu ræður í Kína. Í dag var það tilkynnt að hún hefði tekið að sér næstæðsta embætti í ungliðahreyfingu kommúnistaflokksins í Peking.

Núverandi forseti Kína, Hu Jintao, var aðalritari ungliðahreyfingarinnar á níunda áratugnum.

Yaping var í skipulagsnefnd Ólympíuleikanna sem haldnir voru í Peking í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×