Viðskipti erlent

Stjórnir Belgíu og Luxemborgar semja um Kaupþingssjóð

Ríkisstjórnir Belgíu og Luxemborgar muni hefja samningaviðræður um fyrirhugaðan Kaupþingssjóð í þessari viku. Eins og kunnugt er af fréttum samþykkti ríkisstjórn Belgíu og fundi sínum í gær að veita allt að 17 milljörðum kr. til sjóðsins.

Í frétt á Reuters um málið segir að fjármálaráðherra Luxemborgar, Luc Frieden, sé samþykkur því að fyrrgreindur sjóður sé stofnaður en sjóðnum er ætlað að tryggja innistæður einstaklinga hjá Kaupþingi í Luxemborg upp að allt að 100.000 evrum á hvern reikning.

Ekki er vitað hve stórt framlag Luxemborgar verður til sjóðsins en ákvörðun um það verður væntanlega tekin í viðræðunum sem nú eru að hefjast.

Didier Reynders fjármálaráðherra Belgíu segir að samningaviðræður við fjárfestingarsjóð í eigu Líbýu um kaupin á Kaupþingi í Luxemborg muni nú hefjast á ný og hann er bjartsýnn á að niðurstaða fáist í þeim fyrir aprílmánuð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×