Lífið

Þægileg bakgrunnstónlist A+

atli rúnar Plötusnúðurinn knái hefur stofnað hljómsveitina A+, sem spilar á Pósthúsinu í fyrsta sinn í kvöld.
mynd/auðunn
atli rúnar Plötusnúðurinn knái hefur stofnað hljómsveitina A+, sem spilar á Pósthúsinu í fyrsta sinn í kvöld. mynd/auðunn

„Ég kalla þetta grúvgrúppuna," segir plötusnúðurinn Atli Rúnar sem hefur stofnað hljómsveitina A+. „Þetta er mitt hugarfóstur. Það tekur oft á taugarnar að vera popp-Dj, að hjakkast í sömu partíblöðrunum allar helgar. Poppið hefur eiginlega aldrei verið minn vettvangur. Þessi tegund af tónlist er nær mínu hjarta, svona house, soul, fönk, grúv og diskó," segir Atli Rúnar.

Með honum í A+ eru þeir Steinar Sig, saxófónleikari, Jóhann Hjörleifsson, slagverksleikari og trommari Sálarinnar, og bassaleikarinn Davíð Sveins.

Atli vill ekki meina að ætlunin hafi verið að fylla upp í gat á markaðnum með stofnun hjómsveitarinnar, þó svo að giggin séu strax farin að rúlla inn. „Mig langaði bara til að gera eitthvað skemmtilegt. Ég hef mikla trú á þessu og ég hef mjög góða menn með mér."

Tónlistin sem A+ spilar er ætluð sem nokkurs konar bakgrunnstónlist og til að skapa þægilega stemningu án þess að söngur komi við sögu. „Þetta eru svona kokkteilboð og opnanir. Við tökum ekkert gargið frá miðnætti og fram eftir," útskýrir Atli.

A+ kemur fyrst fram opinberlega á Pósthúsinu í kvöld og spilar frá klukkan 22 til miðnættis. - fb










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.