Enski boltinn

Van Persie líklega lengi frá vegna meiðsla

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Hollendingurinn Robin Van Persie, leikmaður Arsenal, varð fyrir ökklameiðslum í vináttuleiknum gegn Ítalíu í gær og verður væntanlega lengi frá.

Van Persie var borinn af velli eftir aðeins 10 mínútur í leiknum í gær og er óttast að liðböndin séu illa farin.

Það Giorgio Chiellini sem sá um að afgreiða Van Persie með skrautlegri tæklingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×