Menningarverðlaun DV 2008 veitt Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 6. mars 2009 06:00 Verðlaunagripurinn er hannaður af Huldu Hákon. Menningarverðlaun DV voru afhent síðla dags á miðvikudag í Iðnó. Menningarverðlaun blaðsins hafa í þrjá áratugi verið stór viðburður í íslensku menningarlífi þótt minna hafi farið fyrir þeim hin síðari ár eftir að DV missti stöðu sína á fjölmiðlamarkaði og upplag blaðsins dróst saman. Verðlaunin eru veitt fyrir einstakt framlag einstaklinga til menningarinnar, að mati dómnefndar í hverjum flokki. Að auki voru veitt netverðlaun og sérstök heiðursverðlaun sem forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti. Menningarverðlaun DV komu til sögunnar árið 1978 í framhaldi af gagnrýnendaverðlaunum sem kennd voru við Silfurlampann og Silfurhestinn og höfðu dottið upp fyrir. Helstu hvatamenn að stofnun þeirra voru þeir Jónas Kristjánsson ritstjóri, Ólafur Jónsson gagnrýnandi og Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur. Síðan hafa verðlaunin verið árviss að undanskildum tveimur árum sem þau féllu niður. Lengi vel voru verðlaunagripir sérhannaðir ár hvert en hin síðari ár hefur verðlaunagripurinn verið samur ár eftir ár, hannaður af listakonunni Huldu Hákon og kallast „Jónas“ eftir frumkvöðlinum, Jónasi Kristjánssyni, fyrrverandi ritstjóra DV en ber líka nokkurn svip af Jónasi Hallgrímssyni. Tilnefningar voru í átta flokkum og stóðu fagnefndir að þeim.Sigurvegarar voru:Í flokknum Kvikmyndir: Kjötborg eftir Helgu Rakel Rafnsdóttur og Huldu Rós Guðnadóttur.Í flokknum Hönnun: Katrín Ólína Pétursdóttir.Í flokknum Leiklist: Gunnar Eyjólfsson / Jónatan í Hart í bak.Í flokknum Fræði: Þorvaldur Gylfason / Prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, fyrir skrif um hagfræði og efnahagsmál í blöðum, tímaritum og bókum á síðustu áratugum.Í flokknum Bókmenntir: Rán eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur.Í flokknum Myndlist: Bragi Ásgeirsson / Yfirlitssýning Augnasinfónía á Kjarvalsstöðum.Í flokknum Byggingarlist: Menntaskóli Borgarbyggðar – Arkitektar: Kurtogpí; Ásmundur Hrafn Sturluson, arkitekt FAÍ og Steinþór Kári Kárason, arkitekt FAÍ.Í flokknum Tónlist: Sinfóníuhljómsveit Íslands. n Heiðursverðlaunin hlaut Manfreð Vilhjálmsson arkitekt fyrir frábært framlag sitt til íslensks arkitektúrs.Samhliða verðlaununum var netkosning og fékk hljómsveitin Hjaltalín þau og er það í fyrsta sinn sem þau eru veitt. Bíó og sjónvarp Bókmenntir Leikhús Myndlist Tíska og hönnun Tónlist Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Menningarverðlaun DV voru afhent síðla dags á miðvikudag í Iðnó. Menningarverðlaun blaðsins hafa í þrjá áratugi verið stór viðburður í íslensku menningarlífi þótt minna hafi farið fyrir þeim hin síðari ár eftir að DV missti stöðu sína á fjölmiðlamarkaði og upplag blaðsins dróst saman. Verðlaunin eru veitt fyrir einstakt framlag einstaklinga til menningarinnar, að mati dómnefndar í hverjum flokki. Að auki voru veitt netverðlaun og sérstök heiðursverðlaun sem forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti. Menningarverðlaun DV komu til sögunnar árið 1978 í framhaldi af gagnrýnendaverðlaunum sem kennd voru við Silfurlampann og Silfurhestinn og höfðu dottið upp fyrir. Helstu hvatamenn að stofnun þeirra voru þeir Jónas Kristjánsson ritstjóri, Ólafur Jónsson gagnrýnandi og Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur. Síðan hafa verðlaunin verið árviss að undanskildum tveimur árum sem þau féllu niður. Lengi vel voru verðlaunagripir sérhannaðir ár hvert en hin síðari ár hefur verðlaunagripurinn verið samur ár eftir ár, hannaður af listakonunni Huldu Hákon og kallast „Jónas“ eftir frumkvöðlinum, Jónasi Kristjánssyni, fyrrverandi ritstjóra DV en ber líka nokkurn svip af Jónasi Hallgrímssyni. Tilnefningar voru í átta flokkum og stóðu fagnefndir að þeim.Sigurvegarar voru:Í flokknum Kvikmyndir: Kjötborg eftir Helgu Rakel Rafnsdóttur og Huldu Rós Guðnadóttur.Í flokknum Hönnun: Katrín Ólína Pétursdóttir.Í flokknum Leiklist: Gunnar Eyjólfsson / Jónatan í Hart í bak.Í flokknum Fræði: Þorvaldur Gylfason / Prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, fyrir skrif um hagfræði og efnahagsmál í blöðum, tímaritum og bókum á síðustu áratugum.Í flokknum Bókmenntir: Rán eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur.Í flokknum Myndlist: Bragi Ásgeirsson / Yfirlitssýning Augnasinfónía á Kjarvalsstöðum.Í flokknum Byggingarlist: Menntaskóli Borgarbyggðar – Arkitektar: Kurtogpí; Ásmundur Hrafn Sturluson, arkitekt FAÍ og Steinþór Kári Kárason, arkitekt FAÍ.Í flokknum Tónlist: Sinfóníuhljómsveit Íslands. n Heiðursverðlaunin hlaut Manfreð Vilhjálmsson arkitekt fyrir frábært framlag sitt til íslensks arkitektúrs.Samhliða verðlaununum var netkosning og fékk hljómsveitin Hjaltalín þau og er það í fyrsta sinn sem þau eru veitt.
Bíó og sjónvarp Bókmenntir Leikhús Myndlist Tíska og hönnun Tónlist Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira