Fótbolti

Kvartað undan Drogba

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Didier Drogba á ekki von á góðu.
Didier Drogba á ekki von á góðu. Nordic Photos / Getty Images
Eftirlitsmaður UEFA á leik Chelsea og Barcelona hefur staðfest að fjallað sé um hegðun Didier Drogba í skýrslu hans um leikinn.

Janis Mezeckis var eftirlitsmaður Knattspyrnusambands Evrópu á leiknum og sagði hann í samtali við enska fjölmiðla að framkoma Drogba eftir leik hafi verið það fyrsta sem hafi ratað í skýrslu hans um leikinn.

Drogba og félagar hans í Chelsea kvörtuðu sáran undan dómgæslu í leiknum sem lauk með 1-1 jafntefli. Úrslitin dugðu Barcelona til að komast í úrslit Meistaradeildarinnar.

„Hegðun hans eftir leik, bæði gagnvart dómara og aðstoðarmönnum hans, var ekki rétt. Ég minntist líka á að svo virtist sem að áhorfendur hefðu kastað tveimur flöskum inn á völlinn sem er óásættanlegt."

Hann sagðist þó ekkert fjalla um dómgæslu leiksins. „Það er ekki mitt hlutverk að gera það heldur að lýsa þeirri framkomu og hegðun sem ég varð vitni að."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×