Viðskipti erlent

Kaupþing óskar eftir gjaldþrotaskiptum á dönsku félagi

Kaupþing hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum hjá danska fasteigna- og vindmyllufélaginu Eurotrust. Verður beiðnin tekin fyrir hjá skiptaréttinum í Kolding á mánudaginn kemur.

Ástæður þess að Kaupþing óskar eftir gjaldþrotaskiptunum er að dótturfélagi Eurotrust, RGW A/S sem er gjaldþrota, tókst ekki að selja golfvöll sem það byggði á eyjunni Römö fyrir viðunandi verð.

Samkvæmt frétt í börsen er Eurotrust í ábyrgð fyrir láni upp á 383 milljónir danskra kr. eða rúmlega 7,5 milljarða kr. en hluti af því láni kom frá Kaupþingi. Lánið var notað til að byggja golfvöllinn.

Eurotrust var upphaflega netfyrirtæki og sem slíkt var það skráð í Nasdaq kauphöllinni. Á síðustu árum hefur því svo verið breytt í fasteigna- og vindmyllufélag.






























Fleiri fréttir

Sjá meira


×