Sprotar eða töfrasprotar Davíð Stefánsson skrifar 18. apríl 2009 06:00 Nú sveifla karlar og konur töfrasprotum til að leysa vanda þjóðarinnar. Líklega er vinsælasti sprotinn nefndur Helguvík, sá næstvinsælasti Bakki á Húsavík. Báðir eru þeir rándýrir kostir – áætlað er að kostnaður ríkisins við hvert starf í álverinu á Reyðarfirði hafi hljóðað upp á 150 milljónir króna. Það er því ekki aðeins af umhverfisástæðum sem VG vill ekki fara álveraleiðina. Eins og kom fram í heimildarmyndinni Draumalandinu olli Kárahnjúkavirkjun svo miklum hita í hagkerfinu að hækka þurfti vexti upp úr öllu valdi til að kæla aðra hluta kerfisins. Ef fjölbreytni á að stýra endurmótun hins Nýja Íslands gerist það ekki með þessum hætti – stórar töfralausnir beinlínis hamla fjölbreytninni. Nú þegar íslenskt efnahagslíf riðar og hristist er glapræði að setja af stað risastórar framkvæmdir á borð við byggingu álvers. Það liggur ekki einu sinni fyrir hvaðan orkan fyrir Helguvík á að koma, en það er sjálfsagt smámál sem flutningsmenn ætla að leysa eftir á, þegar of seint verður að bakka út. Stærsta óréttlætið í þessu samhengi er að samningarnir fyrir Helguvík byggja á tengingu raforkuverðs við heimsmarkaðsverð á áli. Það fer nærri að við seljum orkuna okkar undir kostnaðarverði, helmingi lægra verði en í Brasilíu. Teljast það góðir viðskiptahættir? Spyr sá sem ekki veit. Ég er ekki orkusérfræðingur eða viðskiptafræðingur. Ég er bókmenntafræðingur. Því lít ég á menningu sem verðmæti, bæði huglæg og efnisleg. Ég veit að góð skáldsaga skapar afleidd störf hjá bókaforlagi, ritstjóra, prófarkalesara, grafískum hönnuði, umbrotsmanni, pappírsframleiðanda, blekframleiðanda, prentara, plastara, dreifingaraðila, bókabúðum, bókagagnrýnanda og bókasöfnum. Þetta er aldrei talað um, því að í umræðunni virðast afleidd störf aðeins stafa af stórframkvæmdum. Á sama tíma veit ég að góð skáldsaga örvar hugarflugið, veitir lesandanum frí frá amstri dagsins og víkkar út sjóndeildarhring hans – almenn vellíðan hans eykst og að sama skapi eykst virði hans inn í samfélagið og hagkerfið. Á sjónvarpsfundi RÚV á NASA náði Anna Hildur Hildibrandsdóttir, framkvæmdastjóri ÚTÓN, að kynna stuttlega hugmyndir um tónlistarhátíðir út um allt land. Hún óskaði eftir 30 milljónum, smáaurum sem sagt. Hún er líklega undir áhrifum frá Finnlandi, en þar notuðu Finnar menninguna markvisst til að byggja upp eftir kreppuna. Við þurfum fleiri slíkar hugmyndir sem eru umhverfisvænar, menningarlegar og sjálfbærar. Við þurfum nauðsynlega þá fjölmörgu sprota sem liggja í eigin skapandi hugsun. En við þurfum ekki fleiri töfrasprota á borð við Kárahnjúka, Fjarðaál, Helguvík og Bakka. Íslensk hugsun er einfaldlega miklu stærri en stærstu framkvæmdir Íslandssögunnar. Höfundur skipar 5. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Sjá meira
Nú sveifla karlar og konur töfrasprotum til að leysa vanda þjóðarinnar. Líklega er vinsælasti sprotinn nefndur Helguvík, sá næstvinsælasti Bakki á Húsavík. Báðir eru þeir rándýrir kostir – áætlað er að kostnaður ríkisins við hvert starf í álverinu á Reyðarfirði hafi hljóðað upp á 150 milljónir króna. Það er því ekki aðeins af umhverfisástæðum sem VG vill ekki fara álveraleiðina. Eins og kom fram í heimildarmyndinni Draumalandinu olli Kárahnjúkavirkjun svo miklum hita í hagkerfinu að hækka þurfti vexti upp úr öllu valdi til að kæla aðra hluta kerfisins. Ef fjölbreytni á að stýra endurmótun hins Nýja Íslands gerist það ekki með þessum hætti – stórar töfralausnir beinlínis hamla fjölbreytninni. Nú þegar íslenskt efnahagslíf riðar og hristist er glapræði að setja af stað risastórar framkvæmdir á borð við byggingu álvers. Það liggur ekki einu sinni fyrir hvaðan orkan fyrir Helguvík á að koma, en það er sjálfsagt smámál sem flutningsmenn ætla að leysa eftir á, þegar of seint verður að bakka út. Stærsta óréttlætið í þessu samhengi er að samningarnir fyrir Helguvík byggja á tengingu raforkuverðs við heimsmarkaðsverð á áli. Það fer nærri að við seljum orkuna okkar undir kostnaðarverði, helmingi lægra verði en í Brasilíu. Teljast það góðir viðskiptahættir? Spyr sá sem ekki veit. Ég er ekki orkusérfræðingur eða viðskiptafræðingur. Ég er bókmenntafræðingur. Því lít ég á menningu sem verðmæti, bæði huglæg og efnisleg. Ég veit að góð skáldsaga skapar afleidd störf hjá bókaforlagi, ritstjóra, prófarkalesara, grafískum hönnuði, umbrotsmanni, pappírsframleiðanda, blekframleiðanda, prentara, plastara, dreifingaraðila, bókabúðum, bókagagnrýnanda og bókasöfnum. Þetta er aldrei talað um, því að í umræðunni virðast afleidd störf aðeins stafa af stórframkvæmdum. Á sama tíma veit ég að góð skáldsaga örvar hugarflugið, veitir lesandanum frí frá amstri dagsins og víkkar út sjóndeildarhring hans – almenn vellíðan hans eykst og að sama skapi eykst virði hans inn í samfélagið og hagkerfið. Á sjónvarpsfundi RÚV á NASA náði Anna Hildur Hildibrandsdóttir, framkvæmdastjóri ÚTÓN, að kynna stuttlega hugmyndir um tónlistarhátíðir út um allt land. Hún óskaði eftir 30 milljónum, smáaurum sem sagt. Hún er líklega undir áhrifum frá Finnlandi, en þar notuðu Finnar menninguna markvisst til að byggja upp eftir kreppuna. Við þurfum fleiri slíkar hugmyndir sem eru umhverfisvænar, menningarlegar og sjálfbærar. Við þurfum nauðsynlega þá fjölmörgu sprota sem liggja í eigin skapandi hugsun. En við þurfum ekki fleiri töfrasprota á borð við Kárahnjúka, Fjarðaál, Helguvík og Bakka. Íslensk hugsun er einfaldlega miklu stærri en stærstu framkvæmdir Íslandssögunnar. Höfundur skipar 5. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík norður.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun