Áfram frítt í strætó? 2. júní 2009 06:00 Hildur Björnsdóttir skrifar um strætó Undanfarin ár hafa námsmönnum staðið til boða gjaldfrjálsar strætóferðir á höfuðborgarsvæðinu. Þjónustan hefur mælst vel fyrir meðal námsmanna og gefið góða raun í borginni. Nú hins vegar hyggjast strætóyfirvöld leggja niður gjaldfrjáls strætókort vegna fjárhagsörðugleika sem alls staðar láta að sér kveða í íslensku samfélagi. Stúdentaráð Háskóla Íslands harmar þau áform og óskar þess að námsmönnum verði áfram boðnar gjaldfrjálsar strætóferðir næsta skólaár. Langtímamarkmið gjaldfrjálsra strætókorta er aukin áhersla á notkun almenningssamgangna meðal ungs fólks, minni umferð einkabíla í borginni, bætt umhverfisvernd og aukinn sparnaður fyrir stúdenta og samfélagið í heild. Með gjaldfrjálsum strætókortum má kalla fram nauðsynlega viðhorfsbreytingu meðal borgarbúa, auka notkun strætisvagna og stuðla þannig að sparnaði hvað varðar gatnaviðgerðir, umferðarmannvirki og annað gatnaviðhald. Áður en öllum framangreindum markmiðum verður náð þarf þó einnig að taka leiðakerfi og þjónustu Strætó bs. til gagngerrar endurskoðunar svo strætisvagnar verði loks að ákjósanlegum fararkosti fyrir borgarbúa. Undirrituð kallar eftir því að ríkið styðji við erfiðan rekstur Strætó bs. með niðurfellingu opinberra gjalda og stuðli að bættum samgöngukostum í höfuðborginni. Styðja þarf sveitarfélögin í landinu við niðurgreiðslu strætókorta og tryggja að almenningssamgöngur verði að fýsilegum kosti fyrir námsmenn og allan almenning. Ólíkt því sem tíðkaðist síðasta skólaár eru stjórnvöld einnig hvött til að gæta jafnræðis og sjá til þess að allir námsmenn fái áfram frítt í strætó - óháð lögheimili eða þjóðaruppruna. Íslenski valdasprotinn er nú í höndum ríkisstjórnar sem í stjórnarsáttmála sínum leggur áherslu á græn gildi og stórefldar almenningssamgöngur. Nú þurfa menn að líta til framtíðar og taka ákvarðanir til hagsbóta fyrir samfélagið í heild - Íslendingar þurfa að ákveða hvers kyns höfuðborg þeir kjósa að byggja. Undirrituð hvetur því ríkisstjórnina til að standa við fögru orðin, stuðla að eflingu íslenskra almenningssamgangna og tryggja að námsmönnum verði áfram boðnar gjaldfrjálsar strætóferðir næsta skólaár. Höfundur er formaður SHÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Hildur Björnsdóttir skrifar um strætó Undanfarin ár hafa námsmönnum staðið til boða gjaldfrjálsar strætóferðir á höfuðborgarsvæðinu. Þjónustan hefur mælst vel fyrir meðal námsmanna og gefið góða raun í borginni. Nú hins vegar hyggjast strætóyfirvöld leggja niður gjaldfrjáls strætókort vegna fjárhagsörðugleika sem alls staðar láta að sér kveða í íslensku samfélagi. Stúdentaráð Háskóla Íslands harmar þau áform og óskar þess að námsmönnum verði áfram boðnar gjaldfrjálsar strætóferðir næsta skólaár. Langtímamarkmið gjaldfrjálsra strætókorta er aukin áhersla á notkun almenningssamgangna meðal ungs fólks, minni umferð einkabíla í borginni, bætt umhverfisvernd og aukinn sparnaður fyrir stúdenta og samfélagið í heild. Með gjaldfrjálsum strætókortum má kalla fram nauðsynlega viðhorfsbreytingu meðal borgarbúa, auka notkun strætisvagna og stuðla þannig að sparnaði hvað varðar gatnaviðgerðir, umferðarmannvirki og annað gatnaviðhald. Áður en öllum framangreindum markmiðum verður náð þarf þó einnig að taka leiðakerfi og þjónustu Strætó bs. til gagngerrar endurskoðunar svo strætisvagnar verði loks að ákjósanlegum fararkosti fyrir borgarbúa. Undirrituð kallar eftir því að ríkið styðji við erfiðan rekstur Strætó bs. með niðurfellingu opinberra gjalda og stuðli að bættum samgöngukostum í höfuðborginni. Styðja þarf sveitarfélögin í landinu við niðurgreiðslu strætókorta og tryggja að almenningssamgöngur verði að fýsilegum kosti fyrir námsmenn og allan almenning. Ólíkt því sem tíðkaðist síðasta skólaár eru stjórnvöld einnig hvött til að gæta jafnræðis og sjá til þess að allir námsmenn fái áfram frítt í strætó - óháð lögheimili eða þjóðaruppruna. Íslenski valdasprotinn er nú í höndum ríkisstjórnar sem í stjórnarsáttmála sínum leggur áherslu á græn gildi og stórefldar almenningssamgöngur. Nú þurfa menn að líta til framtíðar og taka ákvarðanir til hagsbóta fyrir samfélagið í heild - Íslendingar þurfa að ákveða hvers kyns höfuðborg þeir kjósa að byggja. Undirrituð hvetur því ríkisstjórnina til að standa við fögru orðin, stuðla að eflingu íslenskra almenningssamgangna og tryggja að námsmönnum verði áfram boðnar gjaldfrjálsar strætóferðir næsta skólaár. Höfundur er formaður SHÍ.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun