Ráðherrar úthluta tugum milljóna í eigin kjördæmi 28. október 2009 20:13 Núverandi ríkisstjórn. Frá bankahruninu hafa setið þrjár ríkisstjórnir. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, minnihlutastjórn Samfylkingar og VG og núverandi meirihlutastjórn sömu flokka. Mynd/Valgarður Gíslason Þrátt fyrir mikinn halla í ríkisrekstri úthluta einstakir ráðherrar enn til tónleikahalds og íþróttafélaga í heimabæjum og kjördæmum sínum. Frá bankahruninu hafa ráðherrar úthlutað rúmum 80 milljónum sem hluta af ráðstöfunarfé sínu. Oftar en ekki virðast þessar úthlutanir lítið sem ekkert koma málaflokkum ráðherranna við. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld. Ráðstöfunarfé ráðherra hefur verið liður á fjárlögum til fjölda ára og ætlað að bregðast við óvæntum útgjöldum. Frá aldamótum hafa ráðherra úthlutað tæplega 800 milljónum króna í ýmis verkefni. Í þættinum var meðal annars fjallað um úthlutanir Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Kristjáns Möller, samgönguráðherra. Tekið var sem dæmi 500 þúsund krónu styrkur Jóns til Háskólans á Hólum en þar var hann eitt sinn rektor. Frá bankahruninu hefur Kristján úthlutað 4,6 milljónum og hefur helmingurinn farið í kjördæmi hans, Norðausturkjördæmi. Fram kom að kórtónleikar hafi verið fyrirferðamiklir í styrkveitingum hans. Þá fékk grunnskólinn á Siglufirði styrk til að taka þátt í Skólahreysti og presturinn í bæjarfélaginu fékk auk þess 200 þúsund krónur í styrk frá ráðuneytinu vegna mastersritgerðar. Í þá fimm mánuði sem Árni Mathiesen starfaði sem fjármálaráðherra eftir hrunið fóru nánast allar úthlutanir hans til verkefna í Suðurkjördæmi. Þá kom fram í umfjöllun Kastljóss að hvorki Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, né Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, hafa nýtt sér liðinn ráðstöfunarfé ráðherra eftir að þau tóku við embættum sínum fyrr á þessu ári. Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Þrátt fyrir mikinn halla í ríkisrekstri úthluta einstakir ráðherrar enn til tónleikahalds og íþróttafélaga í heimabæjum og kjördæmum sínum. Frá bankahruninu hafa ráðherrar úthlutað rúmum 80 milljónum sem hluta af ráðstöfunarfé sínu. Oftar en ekki virðast þessar úthlutanir lítið sem ekkert koma málaflokkum ráðherranna við. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld. Ráðstöfunarfé ráðherra hefur verið liður á fjárlögum til fjölda ára og ætlað að bregðast við óvæntum útgjöldum. Frá aldamótum hafa ráðherra úthlutað tæplega 800 milljónum króna í ýmis verkefni. Í þættinum var meðal annars fjallað um úthlutanir Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Kristjáns Möller, samgönguráðherra. Tekið var sem dæmi 500 þúsund krónu styrkur Jóns til Háskólans á Hólum en þar var hann eitt sinn rektor. Frá bankahruninu hefur Kristján úthlutað 4,6 milljónum og hefur helmingurinn farið í kjördæmi hans, Norðausturkjördæmi. Fram kom að kórtónleikar hafi verið fyrirferðamiklir í styrkveitingum hans. Þá fékk grunnskólinn á Siglufirði styrk til að taka þátt í Skólahreysti og presturinn í bæjarfélaginu fékk auk þess 200 þúsund krónur í styrk frá ráðuneytinu vegna mastersritgerðar. Í þá fimm mánuði sem Árni Mathiesen starfaði sem fjármálaráðherra eftir hrunið fóru nánast allar úthlutanir hans til verkefna í Suðurkjördæmi. Þá kom fram í umfjöllun Kastljóss að hvorki Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, né Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, hafa nýtt sér liðinn ráðstöfunarfé ráðherra eftir að þau tóku við embættum sínum fyrr á þessu ári.
Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira