Innlent

Gylfi: Í takt við það sem ég óttaðist

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gylfi vill enn frekari lækkun stýrivaxta. Mynd/ Pjetur.
Gylfi vill enn frekari lækkun stýrivaxta. Mynd/ Pjetur.

„Þetta er í takt við það sem ég hafði óttast, en ekki í takt við það sem ég hafði vonast eftir," segir Gylfi Arnbjörnsson, formaður Alþýðusambands Íslands um vaxtaákvörðun Seðlabankans.

Vextir lækkuðu um 2,5% í morgun, í 13%. Gylfi fundaði með seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra Seðlabanka Íslands í morgun. Gylfi sagði að á þeim fundi hefði komið fram að stýrivextir yrðu lækkaðir verulega á næstu tveimur til fjórum mánuðum. Það væri mikið fagnaðarefni ef það gæti gengið í gegn. Hann segir að ákveðið hafi verið að skipa hátt setta nefnd með fulltrúum Seðlabanka og forsvarsmönnum atvinnulífsins sem muni fara yfir aðstæður í efnahagslífinu fyrir stýrivaxtaákvarðanir í framtíðinni.

„Ég ætla bara að ítreka að það er stefna ASÍ að það sé ekki nema 2 - 4% munur á vöxtum hér og á evrusvæðinu," sagði Gylfi, aðspurður um hverju hann ætti von á við næstu stýrivaxtaákvörðun í júní.














Tengdar fréttir

Hefði viljað sjá meiri lækkun

„Mér finnst Seðlabankinn gerast frekar djarfari en hitt miðað við það sem á undan er gengið. Ég fagna því þó ég hefði ekki haft á móti því að sjá enn stærri skref tekinn,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, aðspurður um stýrivaxtalækkun Seðlabankans. Bankinn hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 2,5 prósentustig, úr 15,5 prósentum í 13 prósent.

Boðar umfangsmikla lækkun stýrivaxta í júní

„Verði gengisþróun krónunnar og aðgerðir í fjármálum hins opinbera eins og nú er gert ráð fyrir, væntir peningastefnunefndin þess að stýrivextir verði lækkaðir umtalsvert til viðbótar eftir fund nefndarinnar í júní, enda verði þá komin til framkvæmda fleiri skref í efnahagsáætluninni. Eftir það gerir nefndin ráð fyrir hægari lækkun stýrivaxta."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×