Lífið

Fiskbúð komin á fésbók

Netvæddur fisksali. Hólmgeir Einarsson er eigandi Fiskbúðar Hólmgeirs en sú er komin á fésbókina og safnar ört vinum.  fréttablaðið/pjetur
Netvæddur fisksali. Hólmgeir Einarsson er eigandi Fiskbúðar Hólmgeirs en sú er komin á fésbókina og safnar ört vinum. fréttablaðið/pjetur

Sífellt fleiri einstaklingar og fyrirtæki skrá sig á samskiptasíðuna Facebook, þeirra á meðal er Fiskbúð Hólmgeirs sem er í Mjóddinni. Fisksalinn Hólmgeir Einarsson segist hafa verið lengi í bransanum en tekur fram að fiskbúðin í Mjóddinni sé glæný.

„Maður skráði sig þarna inn bara til að vera með og til að láta vita af sér. Það þýðir ekkert að vera hérna í fjöllunum í Breiðholti án þess að láta neinn vita. Þegar ég var kominn með þúsund vini þá valdi ég einn úr hópnum og sú fékk fimm þúsund króna inneign hjá mér. Ég held að hún sé enn að borða sig í gegnum vinninginn,“ segir Hólmgeir sem fær til sín einn og einn Facebook-aðdáanda sem vill líta á úrvalið.

Aðspurður segist Hólmgeir eyða þónokkrum tíma á netinu vegna vinnu sinnar. „Akkúrat núna er ég að kaupa fisk á netinu. Fiskuppboðin fara öll fram á netinu nú til dags þannig að fisksalar hafa þurft að netvæðast á síðustu árum.“ Hólmgeir segir að fiskbúðin hafi fengið góðar móttökur frá Breiðhyltingum síðan hún opnaði, „Enda er þetta eina fiskbúðin í heiminum sem er parketlögð.“ - sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.