Viðskipti erlent

Krugman sér ljósið við enda fjármálakreppunnar

MYND/AP

Paul Krugman prófessor við Princeton háskólann og nóbelsverðlaunahafinn í hagfræði sér nú ljósið við enda fjármálakreppunnar.

Í erindi sem hann hélt í Sameinuðu furstadæmunum í vikunni kom fram að hann reiknar með viðsnúningi í Bandaríkjunum og Evrópu strax í haust.

„Það kæmi mér ekki á óvart að stöðugleiki kæmist á alþjóðaviðskipti og iðnaðarframleiðslu heimsins og að vöxtur hefjist að nýju eftir tvo mánuði," segir Krugman.

Í frétt um málið á vefsíðunni di.se er ennfremur haft eftir Krugman að á vissan hátt sé það versta yfirstaðið hvað varðar fjármálakreppuna í heiminum. Hinsvegar sé töluvert á milli þess að ná stöðugleikanum og svo að vinna til baka tapið sem orðið hefur.

„Við getum ekki öll notað útflutning til þess að setja uppsveifluna í gang. Það vantar aðra plánetu til að eiga viðskipti við," segir Krugman.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×