Hófsamar jólagjafir fyrirtækja 30. desember 2009 05:00 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Jólagjafirnar á góðærisárunum voru oft glæsilegar og íburðarmiklar og margir supu hreinlega hveljur við fréttum af því hvað leyndist í jólapökkum starfsmanna sumra fyrirtækja. Nú er öldin önnur. Jólagjafir starfsmanna voru almennt minni í sniðum nú á kreppujólunum 2009. Hjá mörgum var þetta sáraeinfalt eins og hjá starfsmönnum Reykjavíkurborgar: Þeir fengu ekki neitt. Bréfberar stóðu í ströngu fyrir jólin og fengu hamborgarhrygg frá Póstinum auk bókar um Friðarsúlu Yokoar Ono. Starfsmenn Símans fengu tíu þúsund króna úttekt í miðborginni auk tveggja miða á mann í Borgarleikhúsið. „Nýju“ bankarnir voru jarðbundnari en þegar lánsféð vætlaði um pípurnar. Landsbankinn (NBI hf.) gaf starfsfólkinu matarkörfu. Kjöt og ostar voru meginuppistaðan þessi jólin. Starfsfólk Arion banka fékk einnig matarkörfu og Spurt að leikslokum spilið að auki. Íslandsbanki gaf starfsfólki sínu rifjárn og uppskriftabók sem starfsfólkið sjálft lagði til uppskriftir í. Á meðan bankinn hét Glitnir fengu starfsmenn Kærleikskúlu frá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra, en í ár var þeim boðinn afsláttur af kúlunni.Magnús Scheving gaf sínu fólki í Latabæ flíspeysu í jólagjöf.Útrásarfyrirtækin voru misfrumleg í ár. Starfsfólk Decode fékk tveggja hæða konfektkassa, starfsfólk Latabæjar fékk flíspeysu frá Cintamani, en tölvuleikjafyrirtækið CCP var á tæknilegu nótunum og gaf sínu fólki nýmóðins myndatökuvél af tegundinni The Flip. Jólagjafir til starfsfólks Össurar voru smærri í sniðum en áður og í staðinn gaf fyrirtækið 2.000 kr. fyrir hvern og einn til jólaaðstoðar Rauða krossins. Starfsfólk Actavis á Íslandi fékk sams konar jólagjöf frá fyrirtækinu og undanfarin ár, 100.000 kr. í peningum. Upphæðin er sú sama fyrir alla, óháð starfsheiti. Þetta er orðin um tuttugu ára hefð hjá fyrirtækinu og upphæðin hefur verið hundrað þúsund krónur undanfarin ár. Starfsmannafélag Actavis hefur einnig gefið starfsfólki plötu, bók eða eitthvað slíkt, en í ár var ákveðið að láta þau útgjöld heldur renna til góðgerðamála. Jól Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Jólagjafirnar á góðærisárunum voru oft glæsilegar og íburðarmiklar og margir supu hreinlega hveljur við fréttum af því hvað leyndist í jólapökkum starfsmanna sumra fyrirtækja. Nú er öldin önnur. Jólagjafir starfsmanna voru almennt minni í sniðum nú á kreppujólunum 2009. Hjá mörgum var þetta sáraeinfalt eins og hjá starfsmönnum Reykjavíkurborgar: Þeir fengu ekki neitt. Bréfberar stóðu í ströngu fyrir jólin og fengu hamborgarhrygg frá Póstinum auk bókar um Friðarsúlu Yokoar Ono. Starfsmenn Símans fengu tíu þúsund króna úttekt í miðborginni auk tveggja miða á mann í Borgarleikhúsið. „Nýju“ bankarnir voru jarðbundnari en þegar lánsféð vætlaði um pípurnar. Landsbankinn (NBI hf.) gaf starfsfólkinu matarkörfu. Kjöt og ostar voru meginuppistaðan þessi jólin. Starfsfólk Arion banka fékk einnig matarkörfu og Spurt að leikslokum spilið að auki. Íslandsbanki gaf starfsfólki sínu rifjárn og uppskriftabók sem starfsfólkið sjálft lagði til uppskriftir í. Á meðan bankinn hét Glitnir fengu starfsmenn Kærleikskúlu frá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra, en í ár var þeim boðinn afsláttur af kúlunni.Magnús Scheving gaf sínu fólki í Latabæ flíspeysu í jólagjöf.Útrásarfyrirtækin voru misfrumleg í ár. Starfsfólk Decode fékk tveggja hæða konfektkassa, starfsfólk Latabæjar fékk flíspeysu frá Cintamani, en tölvuleikjafyrirtækið CCP var á tæknilegu nótunum og gaf sínu fólki nýmóðins myndatökuvél af tegundinni The Flip. Jólagjafir til starfsfólks Össurar voru smærri í sniðum en áður og í staðinn gaf fyrirtækið 2.000 kr. fyrir hvern og einn til jólaaðstoðar Rauða krossins. Starfsfólk Actavis á Íslandi fékk sams konar jólagjöf frá fyrirtækinu og undanfarin ár, 100.000 kr. í peningum. Upphæðin er sú sama fyrir alla, óháð starfsheiti. Þetta er orðin um tuttugu ára hefð hjá fyrirtækinu og upphæðin hefur verið hundrað þúsund krónur undanfarin ár. Starfsmannafélag Actavis hefur einnig gefið starfsfólki plötu, bók eða eitthvað slíkt, en í ár var ákveðið að láta þau útgjöld heldur renna til góðgerðamála.
Jól Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira