Skútunnar enn leitað - tugir kílóa haldlögð 19. apríl 2009 17:44 Lögreglan leitar enn að skútunni sem grunur leikur á að hafa verið notuð til þess að smygla fíkniefnum til landinns samkvæmt fréttatilkynningu sem lögreglan sendi frá sér vegna fíkniefnamálsins á Austurlandi. Lögreglan hefur lagt hald á tugi kílóa af fíkniefnum en þeir vilja ekki gefa upp hvaða tegund um er að ræða en þær eru fleiri en ein. Ekki er búið að vigta efnin og því er ekki nákvæm tala gefin upp. Þess má geta að í Pólstjörnumálinu lagði lögreglan hald á rúmlega tuttugu kíló af amfetamíni. Tilkynningu lögreglunnar má lesa í heild hér: Í sameiginlegum aðgerðum lögreglunnar á Eskifirði og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru þrír menn handteknir í nótt grunaðir um stófelld fíkniefnabrot. Tveir voru handteknir við Djúpavog og einn í grennd við Höfn. Í bifreið eins þeirra fannst umtalsvert magn af fíkniefnum sem grunur leikur á um að hafi verið flutt til landsins sjóleiðina. Við handtökurnar naut lögreglan liðsinnis sérsveitar embættis ríkislögreglustjóra. Ekki er unnt að svo stöddu að greina frá því um hve mikið magn fíkniefna er að ræða eða tegund þar sem hvorki vigtun né nákvæm greining hefur farið fram. Ljóst er þó að um tugi kílóa af fíkniefnum er um að ræða og af fleiri en einni tegund. Skútu, sem talin er að hafa verið notuð til að flytja efnin til landsins, er nú leitað. Landhelgisgæslan stendur nú fyrir umfangsmiklum aðgerðum við leitina þar sem notaðar eru þyrlur, flugvél og varðskip. Um borð í varðskipinu eru sérsveitarmenn frá embætti ríkislögreglustjóra. Mennirnir, sem handteknir voru, eru allir um þrítugt. Allir þeirra hafa komið við sögu lögreglu áður og þar af tveir þeirra í tengslum við fíkniefnamisferli. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið við rannsókn málsins. Yfirheyrslur yfir hinum handteknu hafa staðið yfir og krafa um gæsluvarðhald verður lögð fram í kvöld. Við rannsókn málsins hefur lögreglan framkvæmt húsleitir á tveimur stöðum og lagt m.a. hald á lítilsháttar af fíkniefnum. Ekki er hægt að greina frekar frá atvikum að svo stöddu en það verður gert eftir því sem rannsókn málsins vindur fram og efni eru til. Papeyjarmálið Tengdar fréttir Smyglskúta á flótta Lögreglan auk Landhelgisgæslunnar er að reyna að stöðva smyglskútu sem er á siglingu frá landinu samkvæmt heimildum Vísis.Skútan mun hafa komið til landsins í gærkvöldi og þá stoppað við Djúpavog. Hún er nú á siglingu á sunnanverðum Austfjörðum, nálægt Höfn í Hornafirði. Mikill viðbúnaður virðist vera í kringum Höfn í Hornafirði. 19. apríl 2009 16:20 Nokkrir handteknir og þyrlur lentar Þyrlur Landhelgisgæslunnar er lentar á Höfn í Hornafirði og Fokker vél gæslunnar var að taka á loft. Ekki þykir ljóst hvað er um að vera en samkvæmt heimildum Vísis þá veitti gæslan smyglskútu eftirför. 19. apríl 2009 16:44 Gríðarlegur viðbúnaður á Höfn í Hornafirði Gríðarlega mikill viðbúnað lögreglu og Landhelgisgæslunnar er á Höfn í Hornafirði, og á svæðinu í kring. Þar mátti sjá þyrlur gæslunnar sveima um auk lögreglumanna. 19. apríl 2009 16:02 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Lögreglan leitar enn að skútunni sem grunur leikur á að hafa verið notuð til þess að smygla fíkniefnum til landinns samkvæmt fréttatilkynningu sem lögreglan sendi frá sér vegna fíkniefnamálsins á Austurlandi. Lögreglan hefur lagt hald á tugi kílóa af fíkniefnum en þeir vilja ekki gefa upp hvaða tegund um er að ræða en þær eru fleiri en ein. Ekki er búið að vigta efnin og því er ekki nákvæm tala gefin upp. Þess má geta að í Pólstjörnumálinu lagði lögreglan hald á rúmlega tuttugu kíló af amfetamíni. Tilkynningu lögreglunnar má lesa í heild hér: Í sameiginlegum aðgerðum lögreglunnar á Eskifirði og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru þrír menn handteknir í nótt grunaðir um stófelld fíkniefnabrot. Tveir voru handteknir við Djúpavog og einn í grennd við Höfn. Í bifreið eins þeirra fannst umtalsvert magn af fíkniefnum sem grunur leikur á um að hafi verið flutt til landsins sjóleiðina. Við handtökurnar naut lögreglan liðsinnis sérsveitar embættis ríkislögreglustjóra. Ekki er unnt að svo stöddu að greina frá því um hve mikið magn fíkniefna er að ræða eða tegund þar sem hvorki vigtun né nákvæm greining hefur farið fram. Ljóst er þó að um tugi kílóa af fíkniefnum er um að ræða og af fleiri en einni tegund. Skútu, sem talin er að hafa verið notuð til að flytja efnin til landsins, er nú leitað. Landhelgisgæslan stendur nú fyrir umfangsmiklum aðgerðum við leitina þar sem notaðar eru þyrlur, flugvél og varðskip. Um borð í varðskipinu eru sérsveitarmenn frá embætti ríkislögreglustjóra. Mennirnir, sem handteknir voru, eru allir um þrítugt. Allir þeirra hafa komið við sögu lögreglu áður og þar af tveir þeirra í tengslum við fíkniefnamisferli. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið við rannsókn málsins. Yfirheyrslur yfir hinum handteknu hafa staðið yfir og krafa um gæsluvarðhald verður lögð fram í kvöld. Við rannsókn málsins hefur lögreglan framkvæmt húsleitir á tveimur stöðum og lagt m.a. hald á lítilsháttar af fíkniefnum. Ekki er hægt að greina frekar frá atvikum að svo stöddu en það verður gert eftir því sem rannsókn málsins vindur fram og efni eru til.
Papeyjarmálið Tengdar fréttir Smyglskúta á flótta Lögreglan auk Landhelgisgæslunnar er að reyna að stöðva smyglskútu sem er á siglingu frá landinu samkvæmt heimildum Vísis.Skútan mun hafa komið til landsins í gærkvöldi og þá stoppað við Djúpavog. Hún er nú á siglingu á sunnanverðum Austfjörðum, nálægt Höfn í Hornafirði. Mikill viðbúnaður virðist vera í kringum Höfn í Hornafirði. 19. apríl 2009 16:20 Nokkrir handteknir og þyrlur lentar Þyrlur Landhelgisgæslunnar er lentar á Höfn í Hornafirði og Fokker vél gæslunnar var að taka á loft. Ekki þykir ljóst hvað er um að vera en samkvæmt heimildum Vísis þá veitti gæslan smyglskútu eftirför. 19. apríl 2009 16:44 Gríðarlegur viðbúnaður á Höfn í Hornafirði Gríðarlega mikill viðbúnað lögreglu og Landhelgisgæslunnar er á Höfn í Hornafirði, og á svæðinu í kring. Þar mátti sjá þyrlur gæslunnar sveima um auk lögreglumanna. 19. apríl 2009 16:02 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Smyglskúta á flótta Lögreglan auk Landhelgisgæslunnar er að reyna að stöðva smyglskútu sem er á siglingu frá landinu samkvæmt heimildum Vísis.Skútan mun hafa komið til landsins í gærkvöldi og þá stoppað við Djúpavog. Hún er nú á siglingu á sunnanverðum Austfjörðum, nálægt Höfn í Hornafirði. Mikill viðbúnaður virðist vera í kringum Höfn í Hornafirði. 19. apríl 2009 16:20
Nokkrir handteknir og þyrlur lentar Þyrlur Landhelgisgæslunnar er lentar á Höfn í Hornafirði og Fokker vél gæslunnar var að taka á loft. Ekki þykir ljóst hvað er um að vera en samkvæmt heimildum Vísis þá veitti gæslan smyglskútu eftirför. 19. apríl 2009 16:44
Gríðarlegur viðbúnaður á Höfn í Hornafirði Gríðarlega mikill viðbúnað lögreglu og Landhelgisgæslunnar er á Höfn í Hornafirði, og á svæðinu í kring. Þar mátti sjá þyrlur gæslunnar sveima um auk lögreglumanna. 19. apríl 2009 16:02